Ný reglugerð um íbúakosningar „ákveðin tilraunastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2023 13:14 Aðalsteinn Þorsteinsson er skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu. Byggðastofnun Kosningabifreiðar og sextán ára kosningaaldur er á meðal þess sem opnað er á í nýrri reglugerð innviðaráðherra um íbúakosningar í sveitarfélögum. Skrifstofustjóri ráðuneytisins segir um ákveðna tilraunastarfsemi að ræða. Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Aðalsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu segir að markmið reglugerðarinnar sé að auka lýðræðisþátttöku og vitund innan sveitarfélaga. „Sem og auðvelda notkun íbúkosninga hjá sveitarfélögum og minnka umfang þeirra og kostnað, án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Kveðið er á um hreyfanlega kjörstaði, til að mynda með kosningabifreiðum. „Þetta er nú bara einn liður af mörgum til að auka þátttöku í slíkum kosningum og má þá líta á það sem tilraunastarfsemi að kjörstaður geti þess vegna verið hreyfanlegur. Það verður áhugavert að sjá hvort það hafi tilætluð áhrif. Þetta er allavega spennandi nýbreytni.“ Athygli vekur að allir danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu hafa kosningarétt. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið rætt sérstaklega innan ráðuneytis og sé eingöngu ætlað að vera í samræmi við almenn kosningalög. Í reglugerðinni er sveitarfélögum einnig gefinn kostur á að veita 16 ára íbúum rétt til að kjósa. „Auðvitað hefur yngra fólk mikinn áhuga á þessum málefnum. Sérstaklega málefnum sem varða skiplagsmál og annað slíkt og það þykir bara rétt að koma til móts við það,“ segir Aðalsteinn að lokum. Sveitarstjórnarmál Alþingi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Aðalsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu segir að markmið reglugerðarinnar sé að auka lýðræðisþátttöku og vitund innan sveitarfélaga. „Sem og auðvelda notkun íbúkosninga hjá sveitarfélögum og minnka umfang þeirra og kostnað, án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Kveðið er á um hreyfanlega kjörstaði, til að mynda með kosningabifreiðum. „Þetta er nú bara einn liður af mörgum til að auka þátttöku í slíkum kosningum og má þá líta á það sem tilraunastarfsemi að kjörstaður geti þess vegna verið hreyfanlegur. Það verður áhugavert að sjá hvort það hafi tilætluð áhrif. Þetta er allavega spennandi nýbreytni.“ Athygli vekur að allir danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu hafa kosningarétt. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið rætt sérstaklega innan ráðuneytis og sé eingöngu ætlað að vera í samræmi við almenn kosningalög. Í reglugerðinni er sveitarfélögum einnig gefinn kostur á að veita 16 ára íbúum rétt til að kjósa. „Auðvitað hefur yngra fólk mikinn áhuga á þessum málefnum. Sérstaklega málefnum sem varða skiplagsmál og annað slíkt og það þykir bara rétt að koma til móts við það,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Sveitarstjórnarmál Alþingi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira