Ný reglugerð um íbúakosningar „ákveðin tilraunastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2023 13:14 Aðalsteinn Þorsteinsson er skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu. Byggðastofnun Kosningabifreiðar og sextán ára kosningaaldur er á meðal þess sem opnað er á í nýrri reglugerð innviðaráðherra um íbúakosningar í sveitarfélögum. Skrifstofustjóri ráðuneytisins segir um ákveðna tilraunastarfsemi að ræða. Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Aðalsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu segir að markmið reglugerðarinnar sé að auka lýðræðisþátttöku og vitund innan sveitarfélaga. „Sem og auðvelda notkun íbúkosninga hjá sveitarfélögum og minnka umfang þeirra og kostnað, án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Kveðið er á um hreyfanlega kjörstaði, til að mynda með kosningabifreiðum. „Þetta er nú bara einn liður af mörgum til að auka þátttöku í slíkum kosningum og má þá líta á það sem tilraunastarfsemi að kjörstaður geti þess vegna verið hreyfanlegur. Það verður áhugavert að sjá hvort það hafi tilætluð áhrif. Þetta er allavega spennandi nýbreytni.“ Athygli vekur að allir danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu hafa kosningarétt. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið rætt sérstaklega innan ráðuneytis og sé eingöngu ætlað að vera í samræmi við almenn kosningalög. Í reglugerðinni er sveitarfélögum einnig gefinn kostur á að veita 16 ára íbúum rétt til að kjósa. „Auðvitað hefur yngra fólk mikinn áhuga á þessum málefnum. Sérstaklega málefnum sem varða skiplagsmál og annað slíkt og það þykir bara rétt að koma til móts við það,“ segir Aðalsteinn að lokum. Sveitarstjórnarmál Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Aðalsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu segir að markmið reglugerðarinnar sé að auka lýðræðisþátttöku og vitund innan sveitarfélaga. „Sem og auðvelda notkun íbúkosninga hjá sveitarfélögum og minnka umfang þeirra og kostnað, án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Kveðið er á um hreyfanlega kjörstaði, til að mynda með kosningabifreiðum. „Þetta er nú bara einn liður af mörgum til að auka þátttöku í slíkum kosningum og má þá líta á það sem tilraunastarfsemi að kjörstaður geti þess vegna verið hreyfanlegur. Það verður áhugavert að sjá hvort það hafi tilætluð áhrif. Þetta er allavega spennandi nýbreytni.“ Athygli vekur að allir danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu hafa kosningarétt. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið rætt sérstaklega innan ráðuneytis og sé eingöngu ætlað að vera í samræmi við almenn kosningalög. Í reglugerðinni er sveitarfélögum einnig gefinn kostur á að veita 16 ára íbúum rétt til að kjósa. „Auðvitað hefur yngra fólk mikinn áhuga á þessum málefnum. Sérstaklega málefnum sem varða skiplagsmál og annað slíkt og það þykir bara rétt að koma til móts við það,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Sveitarstjórnarmál Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira