Dýralæknir með einkaleyfi á skutlum ráðgjafi stjórnvalda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 12:29 Øen segist ekki fá mikið borgað fyrir einkaleyfið og hann eyði peningnum öllum í ferðir á hvalaráðstefnur. Samsett. Egill Aðalsteinsson og NAMMCO Norskur dýralæknir, Egil Ole Øen, ráðlagði íslensku ríkisstjórninni varðandi hvalveiðar á sama tíma og hann hagnaðist á einkaleyfi sprengiskutuls. Dýraverndarsamtök gagnrýna aðkomu læknisins. Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira