Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. ágúst 2023 20:35 Össur á geymslueiningu í húsnæðinu sem brann og glataði þar fjölda fornbíla og öðrum antíkmunum. Vísir/Steingrímur Dúi Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu. Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum. „Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“ „Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann. Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er? „Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu. Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46 Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu. Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum. „Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“ „Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann. Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er? „Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu.
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46 Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46
Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49