Sport

Dag­skráin í dag: Ítalski og þýski boltinn byrjar að rúlla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar eru í beinni.
Albert Guðmundsson og félagar eru í beinni. Vísir/Getty Images

Það er nóg framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 8 beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 mæta Ítalíumeistarar Napoli til leiks þegar þeir heimsækja Frosinone í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 18.35 er komið að leik Alberts Guðmundssonar og félaga í Genoa gegn Fiorentina.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 er leikur Inter og Monza í Serie A á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 11.25 er leikur Plymouth Argyle og Southampton í ensku B-deildinni í knattspyrnu (Championship) á dagskrá.

Klukkan 13.30 er leikur Bayer Leverkusen og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Klukkan 16.20 er leikur Borussia Dortmund og Köln í sömu deild á dagskrá.

Klukkan 19.00 er US Amateur-mótið í golfi á dagskrá. Um er að ræða fjórða dag mótsins. Klukkan 02.00 er Sterling vs. O‘Malley í UFC á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×