ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 18:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/Egill/Vilhelm/Arnar Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag. Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag.
Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59