Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2023 13:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. Dómsmála- og félagsmálaráðuneytið munu nú reyna að skilgreina hver eigi að þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og hvernig sú þjónusta eigi að vera. Fulltrúar sveitarstjórnar og dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu um málið í dag en lögmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lagastofnun Háskóla Íslands hafa komist að öndverðri niðurstöðu um það hver eigi að sinna flóttafólki sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og framfærslu í kjölfar þess að fá endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir flóttafólkið enn í óvissu en að boltinn sé nú hjá ríkinu. „Við fórum yfir okkar álit og ræddum málin og okkur finnst mikilvægt að það verði skýrt hvað taki við og sá bolti er hjá ríkinu áfram, að skýra það og finna út úr því hvaða þjónustu þau vilja að fólk hafi og hvernig þau ætla að koma í veg fyrir það að fólk sofi úti eða sé án framfærslu,“ segir Heiða Björg og að það hafi ekki verið rætt hvort hætta ætti að beita ákvæði laga um þjónustusviptingu þar til niðurstaða fæst. Geti farið í Bæjarhraun Hún segir að því verði fólkið, sem hefur farið á götuna, enn þar. Fram hafi komið á fundinum að sjö einstaklingum hafi verið vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni sem er fyrir þau sem hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu eftir að þeim 30 dögum lýkur sem þau hafa rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá ríkislögreglustjóra hafa fleiri en það látið sig hverfa úr þjónustunni vitandi að brottvísun úr því væri yfirvofandi áður en 30 dögunum lýkur. Þá eru það alls samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu 200 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en um 150 eru á undanþágu frá niðurfellingu þjónustu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hafa í það minnsta 30 klárað dagana sína eða látið sig hverfa úr þjónustu. „Þeir sem fara sjálfir gætu tæknilega séð enn verið í Bæjarhrauni þannig það er í raun það neyðarskýli sem þeim býðst og þau vildu meina að þjónusta stæði öllum tilboða á vegum ríkisins,“ segir Heiða Björg. Spurð hvort fundurinn hafi verið gagnlegur segir hún alltaf gott að tala saman og að það sé skýrt fyrir henni að boltinn sé hjá ríkinu. „Hvað eigi að gerast og hvað taki við eftir 30 daga. Því íslenskt samfélag er ekki þannig að við munum horfa fram hjá því að fólk eigi hvergi heima og eigi engan mat og svelti á götunum. Ég held að íslenskt samfélag sé ekki statt þar að samþykkja það og því held ég að það liggi á að skýra það hvað þau ætli að láta taka við.“ Boltinn hjá ríkinu Heiða Björg segir að niðurstaðan sé því sú að ríkið tekur boltann og bendir á að það séu útlendingalögin en ekki félagsþjónustulögin sem hafi breyst og að það sé unnið samkvæmt því. Hún segir alltaf geta komið upp einstaka atvik þar sem sveitarfélögin eigi að taka við fólkinu en að það verði alltaf í samráði við ríkið. „En þessi hópur tilheyrir enn ríkinu og hann þjónustar þessa einstaklinga,“ segir hún og að hlutverk sveitarfélaga sé að sinna þeim sem þar búa með ýmsum hætti eins og að koma þeim í virkni og vinnu og aðlaga það samfélaginu. „Þarna er hópur sem ríkið er búið að ákveða að megi ekki aðlagast samfélaginu eða vinna. Þetta er mjög frábrugðið því sem sveitarfélög eru almennt að gera og við áttum okkur ekki almennilega á því hvaða þjónustu það er sem ríkið óskar eftir því að þetta fólk fái og því finnst okkur eðlilegt að ríkið skilgreini það og veiti þá þjónustu,“ segir Heiða og að sveitarfélögin voni að það skýrist sem fyrst. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 Sveitarfélögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum. 17. ágúst 2023 19:03 Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 17. ágúst 2023 13:00 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Dómsmála- og félagsmálaráðuneytið munu nú reyna að skilgreina hver eigi að þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og hvernig sú þjónusta eigi að vera. Fulltrúar sveitarstjórnar og dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu um málið í dag en lögmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lagastofnun Háskóla Íslands hafa komist að öndverðri niðurstöðu um það hver eigi að sinna flóttafólki sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og framfærslu í kjölfar þess að fá endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir flóttafólkið enn í óvissu en að boltinn sé nú hjá ríkinu. „Við fórum yfir okkar álit og ræddum málin og okkur finnst mikilvægt að það verði skýrt hvað taki við og sá bolti er hjá ríkinu áfram, að skýra það og finna út úr því hvaða þjónustu þau vilja að fólk hafi og hvernig þau ætla að koma í veg fyrir það að fólk sofi úti eða sé án framfærslu,“ segir Heiða Björg og að það hafi ekki verið rætt hvort hætta ætti að beita ákvæði laga um þjónustusviptingu þar til niðurstaða fæst. Geti farið í Bæjarhraun Hún segir að því verði fólkið, sem hefur farið á götuna, enn þar. Fram hafi komið á fundinum að sjö einstaklingum hafi verið vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni sem er fyrir þau sem hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu eftir að þeim 30 dögum lýkur sem þau hafa rétt á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá ríkislögreglustjóra hafa fleiri en það látið sig hverfa úr þjónustunni vitandi að brottvísun úr því væri yfirvofandi áður en 30 dögunum lýkur. Þá eru það alls samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu 200 einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en um 150 eru á undanþágu frá niðurfellingu þjónustu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hafa í það minnsta 30 klárað dagana sína eða látið sig hverfa úr þjónustu. „Þeir sem fara sjálfir gætu tæknilega séð enn verið í Bæjarhrauni þannig það er í raun það neyðarskýli sem þeim býðst og þau vildu meina að þjónusta stæði öllum tilboða á vegum ríkisins,“ segir Heiða Björg. Spurð hvort fundurinn hafi verið gagnlegur segir hún alltaf gott að tala saman og að það sé skýrt fyrir henni að boltinn sé hjá ríkinu. „Hvað eigi að gerast og hvað taki við eftir 30 daga. Því íslenskt samfélag er ekki þannig að við munum horfa fram hjá því að fólk eigi hvergi heima og eigi engan mat og svelti á götunum. Ég held að íslenskt samfélag sé ekki statt þar að samþykkja það og því held ég að það liggi á að skýra það hvað þau ætli að láta taka við.“ Boltinn hjá ríkinu Heiða Björg segir að niðurstaðan sé því sú að ríkið tekur boltann og bendir á að það séu útlendingalögin en ekki félagsþjónustulögin sem hafi breyst og að það sé unnið samkvæmt því. Hún segir alltaf geta komið upp einstaka atvik þar sem sveitarfélögin eigi að taka við fólkinu en að það verði alltaf í samráði við ríkið. „En þessi hópur tilheyrir enn ríkinu og hann þjónustar þessa einstaklinga,“ segir hún og að hlutverk sveitarfélaga sé að sinna þeim sem þar búa með ýmsum hætti eins og að koma þeim í virkni og vinnu og aðlaga það samfélaginu. „Þarna er hópur sem ríkið er búið að ákveða að megi ekki aðlagast samfélaginu eða vinna. Þetta er mjög frábrugðið því sem sveitarfélög eru almennt að gera og við áttum okkur ekki almennilega á því hvaða þjónustu það er sem ríkið óskar eftir því að þetta fólk fái og því finnst okkur eðlilegt að ríkið skilgreini það og veiti þá þjónustu,“ segir Heiða og að sveitarfélögin voni að það skýrist sem fyrst.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 Sveitarfélögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum. 17. ágúst 2023 19:03 Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 17. ágúst 2023 13:00 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00
Sveitarfélögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum. 17. ágúst 2023 19:03
Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 17. ágúst 2023 13:00
„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51