Heimilislausir heimsleikar mögulega á flakk um heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir er ein af fáum sem þekkir það að keppa á heimsleikum annars staðar en í Madison. @anniethorisdottir Heimsleikarnir á Ísland 2024? Nei, varla en það er aftur á móti ágætar líkur á því að heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar fari fram utan Bandaríkjanna á næsta ári. Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira