Heimilislausir heimsleikar mögulega á flakk um heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir er ein af fáum sem þekkir það að keppa á heimsleikum annars staðar en í Madison. @anniethorisdottir Heimsleikarnir á Ísland 2024? Nei, varla en það er aftur á móti ágætar líkur á því að heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar fari fram utan Bandaríkjanna á næsta ári. Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti