Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.
Árið 2018 keypti TripAdvisor allt hlutfé í fyrirtæki Hjalta, Bókun ehf. Hjalti átti 45 prósenta hlut í Bókun sem TripAdvisor greiddi 23 milljónir dala fyrir, eða því sem nemur rétt rúmlega þremur milljörðum króna.
Næstur forstjóra kemur Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel, sem var með 20,4 milljónir króna í mánaðarlaun. Í þriðja sæti á listanum er Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi, með 17,5 milljónir króna.

Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjóranna en það er Herdís Dröfn Fjeldsted fyrrverandi forstjóri Valitor. Hún var með 8,6 milljónir króna á mánuði árið 2022.
Laun Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, sem var launhæsti forstjórinn árið 2021, lækkuðu talsvert á síðasta ári. Árið 2021 var hann með tæplega 43 milljónir króna á mánuði en 2022 voru tekjurnar 8,6 milljónir króna. Um er að ræða rúmlega áttatíu prósenta lækkun launa Árna Odds en gera má ráð fyrir því að himinháar tekjur hans árið 2021 tengist nýtingu kaupréttar.
Listi yfir launahæstu forstjórana:
- Hjalti Baldursson, fv. forstjóri Bókunar - 24,8 milljónir króna
- Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel - 20,4 milljónir króna
- Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi - 17,5 milljónir króna
- Brett Albert Vigelskas, frkvstj. Costco á Íslandi - 13,5 milljónir króna
- Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða - 11,2 milljónir króna
- Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins - 10,8 milljónir króna
- Haraldur Líndal Pétursson, frkvstj. Johan Rönning - 10,6 milljónir króna
- Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstj. Kerecis - 9,3 milljónir króna
- Herdís Dröfn Fjeldsted, fv. forstjóri Valitor - 8,6 milljónir króna
- Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels - 8,6 milljónir króna