Stundin runnin upp til að berjast fyrir móðurmálinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 11:16 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu. Bubbi lýsir skoðunum sínum í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann segir Ísland ekki vera lengur það sem það var þegar hann var ungur. Nú sé varla til sá blettur þar sem ekki megi sjá fótspor og rusl. Höfuðborgin Reykjavík sé þakin skiltum á ensku. „Allir veitingastaðir eru með ensku sem fyrsta mál, matseðlar þar með taldir, og það sem meira er: það talar enginn íslensku á þessum stöðum – sumir segja vegna þess að Íslendingar fáist ekki í störfin. Og dropinn holar steininn. Íslenskan sem tungumál er að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu.“ Telur okkur í auga stormsins Bubbi segir að það megi vera að ráðafólki þjóðarinnar finnist þetta léttvægt og taki fagnandi bréfum skrifuðum á ensku frá Samtökum atvinnulífsins sem vilji undanþágu fyrir skipafélagið Eimskip. „En þá er það vegna þess að við erum í auga stormsins þar sem lognið er. En fyrir utan geisar fárviðri – fellibylur. Og hann hefur nafn og hann heitir Enska. Fellibylurinn Enska fer yfir landið og rífur tungumálið okkar upp með rótum úr jarðvegi sínum.“ Bubbi segist hafa hugsað um lögin sín um daginn. Blindsker, Rómeó og Júlíu, Afgan, Gott að elska, Fjöllin hafa vakað, Synetu og Regnbogans stræti svo einhver séu nefnd. Öll hafi þau verið samin á íslensku og fyrir fólkið sem talar og skilur málið. „Íslenskan er kjarninn í list minni, hjartað í lögunum. Ég hef verið hæddur og smættaður fyrir það að ég væri skrifblindur, ekki skrifandi á íslensku. Hér áður fyrr töldu menntamenn mig jafnvel ógna tungumálinu. Þó er það svo að íslenskan mín er auðskilin og lögin mín hafa ratað í hjarta þjóðarinnar vegna þess að þau eru sungin á íslensku.“ „Viljum við tala íslensku?“ „Við erum komin á þann stað að við verðum að spyrja okkur öll sem hér búum: Viljum við tala íslensku? Viljum við lesa íslensku? Viljum við syngja íslensku lögin okkar með öllum orðunum sem við skiljum með hjartanu og sálinni?“ Sé svarið já segir Bubbi að ekki sé lengur hægt að sitja hjá. Rísa verði upp, sú stund sé runnin upp að berjast fyrir móðurmálinu. Bubbi segir um enga dramatík að ræða, heldur staðreynd. „Ríkisstjórn Íslands, þingmenn lands og þjóðar, listamenn, landsmenn, allir, hvar sem við erum stödd: Stöndum í lappirnar. Ferðaiðnaðurinn allur, takið ykkur tak. Að græða er eitt, hernaður gegn tungumálinu er annað og alvarlegra en svo að þögnin fái að ríkja bara vegna þess að einhverjir eru að græða.“ Án tungumálsins sé Ísland bara klettur norður í Dumbshafi með fallega náttúru. Ekki þjóð í eigin landi. „Ég fullyrði að það er sérstök nautn, sem erfitt er að útskýra, að syngja á íslensku. Að lesa Hallgrím Helgason á íslensku er annað en að lesa hann á dönsku. Sama má segja um Jón Kalman eða Gerði Kristnýju og ljóðin hennar. Eða Þórarin Eldjárn, sem hefur ort þannig að málið okkar verður tært sem lækur, og Jónas eða Einar Ben. og öll þau sem hafa rutt brautina.“ Allir velkomnir Bubbi segir alla velkomna hingað. Fólkið sem vilji koma auðgi landið okkar og menningu en mikilvægt sé að hjálpa þeim með því að kenna þeim málið okkar. „Íslenskan er límið sem bindur okkur öll saman, móðir okkar, faðir okkar, í raun okkar æðri máttur. Á íslensku má alltaf finna svar sagði skáldið og við verðum ekki seinna en núna að finna svarið við hernaðinum gegn móðurmálinu. Fjöregginu okkar. Við verðum öll sem eitt að stíga fast niður og rísa upp til varna.“ Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Bubbi lýsir skoðunum sínum í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann segir Ísland ekki vera lengur það sem það var þegar hann var ungur. Nú sé varla til sá blettur þar sem ekki megi sjá fótspor og rusl. Höfuðborgin Reykjavík sé þakin skiltum á ensku. „Allir veitingastaðir eru með ensku sem fyrsta mál, matseðlar þar með taldir, og það sem meira er: það talar enginn íslensku á þessum stöðum – sumir segja vegna þess að Íslendingar fáist ekki í störfin. Og dropinn holar steininn. Íslenskan sem tungumál er að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu.“ Telur okkur í auga stormsins Bubbi segir að það megi vera að ráðafólki þjóðarinnar finnist þetta léttvægt og taki fagnandi bréfum skrifuðum á ensku frá Samtökum atvinnulífsins sem vilji undanþágu fyrir skipafélagið Eimskip. „En þá er það vegna þess að við erum í auga stormsins þar sem lognið er. En fyrir utan geisar fárviðri – fellibylur. Og hann hefur nafn og hann heitir Enska. Fellibylurinn Enska fer yfir landið og rífur tungumálið okkar upp með rótum úr jarðvegi sínum.“ Bubbi segist hafa hugsað um lögin sín um daginn. Blindsker, Rómeó og Júlíu, Afgan, Gott að elska, Fjöllin hafa vakað, Synetu og Regnbogans stræti svo einhver séu nefnd. Öll hafi þau verið samin á íslensku og fyrir fólkið sem talar og skilur málið. „Íslenskan er kjarninn í list minni, hjartað í lögunum. Ég hef verið hæddur og smættaður fyrir það að ég væri skrifblindur, ekki skrifandi á íslensku. Hér áður fyrr töldu menntamenn mig jafnvel ógna tungumálinu. Þó er það svo að íslenskan mín er auðskilin og lögin mín hafa ratað í hjarta þjóðarinnar vegna þess að þau eru sungin á íslensku.“ „Viljum við tala íslensku?“ „Við erum komin á þann stað að við verðum að spyrja okkur öll sem hér búum: Viljum við tala íslensku? Viljum við lesa íslensku? Viljum við syngja íslensku lögin okkar með öllum orðunum sem við skiljum með hjartanu og sálinni?“ Sé svarið já segir Bubbi að ekki sé lengur hægt að sitja hjá. Rísa verði upp, sú stund sé runnin upp að berjast fyrir móðurmálinu. Bubbi segir um enga dramatík að ræða, heldur staðreynd. „Ríkisstjórn Íslands, þingmenn lands og þjóðar, listamenn, landsmenn, allir, hvar sem við erum stödd: Stöndum í lappirnar. Ferðaiðnaðurinn allur, takið ykkur tak. Að græða er eitt, hernaður gegn tungumálinu er annað og alvarlegra en svo að þögnin fái að ríkja bara vegna þess að einhverjir eru að græða.“ Án tungumálsins sé Ísland bara klettur norður í Dumbshafi með fallega náttúru. Ekki þjóð í eigin landi. „Ég fullyrði að það er sérstök nautn, sem erfitt er að útskýra, að syngja á íslensku. Að lesa Hallgrím Helgason á íslensku er annað en að lesa hann á dönsku. Sama má segja um Jón Kalman eða Gerði Kristnýju og ljóðin hennar. Eða Þórarin Eldjárn, sem hefur ort þannig að málið okkar verður tært sem lækur, og Jónas eða Einar Ben. og öll þau sem hafa rutt brautina.“ Allir velkomnir Bubbi segir alla velkomna hingað. Fólkið sem vilji koma auðgi landið okkar og menningu en mikilvægt sé að hjálpa þeim með því að kenna þeim málið okkar. „Íslenskan er límið sem bindur okkur öll saman, móðir okkar, faðir okkar, í raun okkar æðri máttur. Á íslensku má alltaf finna svar sagði skáldið og við verðum ekki seinna en núna að finna svarið við hernaðinum gegn móðurmálinu. Fjöregginu okkar. Við verðum öll sem eitt að stíga fast niður og rísa upp til varna.“
Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira