10 milljarða króna ákvörðun stjórnvalda Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 07:30 Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Evrópusambandið Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun