Hagnaður Stefnis jókst um þriðjung þótt eignir í stýringu hafi minnkað

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði hagnaði á fyrri árshelmingi upp á tæplega 707 milljónir króna og jókst hann um liðlega 33 prósent frá sama tíma fyrir ári samhliða „krefjandi“ fjárfestingarumhverfi. Nettó innlausnir í stærsta almenna hlutabréfasjóði landsins námu samtals um einum milljarði en talsverðar verðlækkanir einkenndu innlendan hlutabréfamarkað á tímabilinu.