Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 15. ágúst 2023 12:18 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Stjórnarráðið Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.” Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.”
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira