Táningur með íslenskan umboðsmann vann næstum því heimsleikana í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 08:31 Snorri Barón Jónsson með Emmu Lawson en hún var frábær á heimsleikunum í ár þrátt fyrir að vera enn bara átján ára gömul. Instagram/@snorribaron Kanadíska CrossFit konan Emma Lawson skrifaði sögu heimsleikana í ár þegar hún varð sú yngsta í sögunni til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í CrossFit. Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira