Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 07:01 Gæti menn ekki að sér gætu eftirsóttar sporbrautir næst jörðinni orðið nær ónothæfar vegna geimrusls. Vísir/Getty Umgengni manna í geimnum næst jörðinni er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, að mati evrópskra sérfræðinga í geimrusli. Aldrei hefur fleiri gervihnöttum verið skotið út í geim en í fyrra. Hnettirnir safnast upp á braut um jörðu þar sem óvirkir hnettir eru ekki teknir úr umferð. Rúmlega 2.400 „farmar“ fóru á braut um jörðina í fyrra, fyrst og fremst gervihnettir. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Langstærsti hluti þeirra voru hluti af svokölluðum gervihnattaþyrpingum, neti smárra fjarskiptatungla sem komið er fyrir á lágri braut um jörðu, samkvæmt árlegri skýrslu evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) um geimrusl. Fjarskiptahnettir af þessu tagi þurfa að vera á nokkuð afmörkuðu bili á lágri braut um jörðinni. Þær sporbrautir eru því orðnar þéttsetnar, ekki síst vegna þess að ekki nógu margir gervihnettir víkja af þessum brautum þegar líftíma þeirra líkur. Hætta er á að „dauðir“ gervihnettir af þessu tagi splundrist og myndi hættulegt ruslský sem getur haldist á braut um jörðu í áraraðir. Öðrum gervihnöttum og mönnuðum geimferjum sem þurfa að þvera þessar brautirgeta því verið í bráðri hættu. Af þeim rúmlega 30.000 einstöku brotum af geimrusli sem eru stærri en tíu sentímetrar að þvermáli er meira en helmingur á lágri braut um jörðu, innan við tvö þúsund kílómetra frá yfirborðinu. ESA áætlar að heildarfjöldi brota sem eru stærri en sentímetri sé líklega meiri en milljón. Vegna þess að ruslið þeytist um á tugþúsunda kílómetra hraða á klukkustund geta jafnvel smæstu brot verið stórhættuleg gervihnöttum og geimferjum. Kínversk eldflaug með fimm nýja gervihnetti þeysist af stað fyrr í þessum mánuði. Mannkynið hefur aldrei skotið eins mörgum gervihnöttum á braut um jörðu og í fyrra.Vísir/EPA Gæti valdið keðjuverkun sífellt fleiri árekstra Stjórnendur virkra gervihnatta þurfa því í auknum mæli að grípa til ráðstafana til þess að forðast árekstra við geimrusl og aðra gervihnetti. Eftirsóttustu sporbrautirnar eru raunar orðnar svo fullar að gervihnettir sem eru á braut innan við 600 kílómetra fyrir ofan yfirborð jarðar eru líklegri til þess að þurfa að sveigja fram hjá öðrum gervihnöttum en geimrusli. Hættan er að haldi gervihnöttum áfram að fjölga verulega gæti árekstur leitt til keðjuverkunar þar sem fleiri árekstrar verði líklegri. Þannig verði sumar lágar brautir um jörðina nær ónothæfar. Aldrei fleiri gervihnettir fallið aftur til jarðar Alþjóðlegar reglur kveða á um að gervihnettir eigi að yfirgefa sporbraut sína innan 25 ára eftir að þeir eru teknir úr notkun. ESA segir að mun fleiri gervihnattaeigendur virði nú reglurnar en áður. Nánast engir gervihnettir í fyrstu þyrpingunum voru fjarlægðir af braut en nú fari eigendurnir eftir reglunum nær undantekningarlaust. Aldrei hafa heldur fleiri gervihnettir komið aftur niður í andrúmsloft jarðar og brunnið þar upp en í fyrra. ESA býst við því að þeim fjölgi áfram á næstu árum enda sé líftími meira en áttatíu prósent örgervihnattana í þyrpingunum innan við tvö ár. Þróunin er jákvæð ef menn vilja halda mikilvægum sporbrautum næst jörðinni hreinum. Á hinn bóginn falla flestir gervihnettir stjórnlaust niður í gufuhvolfið. Það þýðir að eigendur þeirra hafa enga stjórn á hvar þeir koma niður eða hvar brak gæti mögulega lent. ESA kallar eftir því að aðgerðir til þess að draga úr geimrusli verði hertar. Sjálf segist stofnunin hafa sett sér það markmið að bæta ekk við neinu nýju rusli á verðmætum sporbrautum fyrir árið 2030. Hún hefur jafnfram fest kaup á verkefni svissnesks nýsköpunarfyrirtækis sem er ætlað að fjarlægja geimrusl af braut um jörðu. Geimurinn Tækni Umhverfismál Tengdar fréttir Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1. desember 2022 07:00 Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Rúmlega 2.400 „farmar“ fóru á braut um jörðina í fyrra, fyrst og fremst gervihnettir. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Langstærsti hluti þeirra voru hluti af svokölluðum gervihnattaþyrpingum, neti smárra fjarskiptatungla sem komið er fyrir á lágri braut um jörðu, samkvæmt árlegri skýrslu evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) um geimrusl. Fjarskiptahnettir af þessu tagi þurfa að vera á nokkuð afmörkuðu bili á lágri braut um jörðinni. Þær sporbrautir eru því orðnar þéttsetnar, ekki síst vegna þess að ekki nógu margir gervihnettir víkja af þessum brautum þegar líftíma þeirra líkur. Hætta er á að „dauðir“ gervihnettir af þessu tagi splundrist og myndi hættulegt ruslský sem getur haldist á braut um jörðu í áraraðir. Öðrum gervihnöttum og mönnuðum geimferjum sem þurfa að þvera þessar brautirgeta því verið í bráðri hættu. Af þeim rúmlega 30.000 einstöku brotum af geimrusli sem eru stærri en tíu sentímetrar að þvermáli er meira en helmingur á lágri braut um jörðu, innan við tvö þúsund kílómetra frá yfirborðinu. ESA áætlar að heildarfjöldi brota sem eru stærri en sentímetri sé líklega meiri en milljón. Vegna þess að ruslið þeytist um á tugþúsunda kílómetra hraða á klukkustund geta jafnvel smæstu brot verið stórhættuleg gervihnöttum og geimferjum. Kínversk eldflaug með fimm nýja gervihnetti þeysist af stað fyrr í þessum mánuði. Mannkynið hefur aldrei skotið eins mörgum gervihnöttum á braut um jörðu og í fyrra.Vísir/EPA Gæti valdið keðjuverkun sífellt fleiri árekstra Stjórnendur virkra gervihnatta þurfa því í auknum mæli að grípa til ráðstafana til þess að forðast árekstra við geimrusl og aðra gervihnetti. Eftirsóttustu sporbrautirnar eru raunar orðnar svo fullar að gervihnettir sem eru á braut innan við 600 kílómetra fyrir ofan yfirborð jarðar eru líklegri til þess að þurfa að sveigja fram hjá öðrum gervihnöttum en geimrusli. Hættan er að haldi gervihnöttum áfram að fjölga verulega gæti árekstur leitt til keðjuverkunar þar sem fleiri árekstrar verði líklegri. Þannig verði sumar lágar brautir um jörðina nær ónothæfar. Aldrei fleiri gervihnettir fallið aftur til jarðar Alþjóðlegar reglur kveða á um að gervihnettir eigi að yfirgefa sporbraut sína innan 25 ára eftir að þeir eru teknir úr notkun. ESA segir að mun fleiri gervihnattaeigendur virði nú reglurnar en áður. Nánast engir gervihnettir í fyrstu þyrpingunum voru fjarlægðir af braut en nú fari eigendurnir eftir reglunum nær undantekningarlaust. Aldrei hafa heldur fleiri gervihnettir komið aftur niður í andrúmsloft jarðar og brunnið þar upp en í fyrra. ESA býst við því að þeim fjölgi áfram á næstu árum enda sé líftími meira en áttatíu prósent örgervihnattana í þyrpingunum innan við tvö ár. Þróunin er jákvæð ef menn vilja halda mikilvægum sporbrautum næst jörðinni hreinum. Á hinn bóginn falla flestir gervihnettir stjórnlaust niður í gufuhvolfið. Það þýðir að eigendur þeirra hafa enga stjórn á hvar þeir koma niður eða hvar brak gæti mögulega lent. ESA kallar eftir því að aðgerðir til þess að draga úr geimrusli verði hertar. Sjálf segist stofnunin hafa sett sér það markmið að bæta ekk við neinu nýju rusli á verðmætum sporbrautum fyrir árið 2030. Hún hefur jafnfram fest kaup á verkefni svissnesks nýsköpunarfyrirtækis sem er ætlað að fjarlægja geimrusl af braut um jörðu.
Geimurinn Tækni Umhverfismál Tengdar fréttir Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1. desember 2022 07:00 Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1. desember 2022 07:00
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20