„Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 19:24 Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul og hefur beðið eftir NPA þjónustu í um fimm ár. Vísir/Dúi Ung kona með hreyfihömlun sem hefur beðið í næstum fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira