Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 12:16 Mikill fjöldi hefur alltaf sótt Hvanneyrarhátíðina í gegnum árin og skemmt sér vel. Aðsend Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend
Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira