Hinseginvænt samfélag og lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 11. ágúst 2023 17:31 Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar