Hin stórkostlegu tíðindi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 15:30 Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Noregur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun