Segir halla mjög á hinsegin fólk innan skólakerfisins Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 09:00 Guðjón segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. Vísir/Vilhelm „Ég tel að það sé vandi að um æðar Stjórnarráðsins hríslast oft býsna heterrónormatívt blóð, það tel ég stundum standa í vegi fyrir framþróun,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. Hann gagnrýnir stöðu hinsegin kennara í grunn- og framhaldsskólum. Hann segir þörf á átaki innan menntamálaráðuneytisins hvað málefni hinsegin fólks varðar. Bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sé augljóst og sýnileiki hinsegin kennara því mikilvægur. Hann tjáði sig um málið í færslu á facebook fyrr í vikunni. Í setningarræðu Hinsegin daga síðastliðinn mánudag benti Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga á niðurstöður könnunar BHM sem benda til að eldri samkynhneigðir karlmenn hafa lægri tekjur en viðmiðunarhópurinn. Samkvæmt rannsóknum ná samkynhneigðir karlmenn einnig síður upp í efsta stjórnendalagið. Lítil viðbrögð Guðjón hefur tekið virkan þátt í Hinsegin dögum og sat áður í stjórn þeirra, auk þess sem hann var áður varaformaður Samtakanna 78. Hann segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. „Skólanefndin sem skipuð var ágætu heimafólki mælti með mér en starfsfólk ráðuneytisins taldi mig ekki henta til að stýra verkmenntaskóla. Homminn hentaði að þeirra mati ekki inn í umhverfið. Lítils mat starfsfólk ráðuneytisins einnig í rökstuðningi sínum áherslu mína á hinseginleikann í viðtalinu,“ segir Guðjón. „Af svipnum að dæma í viðtalinu var ljóst að áhuginn var lítill hjá ráðuneytisfólkinu þegar ég ræddi um reynslu mína af vettvangi Hinsegin daga og Samtakanna 78 en þar var ég um tíma varaformaður. Ég fékk lítil viðbrögð í viðtölunum á þann þátt en þeim mun meiri áhersla var lögð á að ræða rekstur skóla; enginn áhugi var á þætti skólaþróunarinnar; allt gekk út á að ræða bókhaldsmálefni skólans. Ég ræddi málin við ráðherra menntamála sem sýndi mér skilning og kurteisi en auðvitað var hann bundinn af sýn síns fólks í ráðuneytinu.“ Guðjón segist hafa átt bágt með að þegja um samskipti sín við ráðuneytið forðum daga. „Ég hef samt sótt áfram um störf hjá ráðuneyti menntamála, eftir að ég sagði sögu mína hefur það alveg sleppt því að boða mig í viðtal, það gerði hins vegar ráðuneytið ætíð áður. Ég sýti það heldur ekkert enda sæll og sáttur sem kennari.“ Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“ „Ég sakna þess líka að Kennarasamband Íslands hafi lítið sem ekkert fjallað um líðan hinsegin kennara og stöðu þeirra.“ Hann segir það fagnaðarefni BHM og BSRB hafa unnið að því rannsaka stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði, en von er á niðurstöðum á næstunni. Hann telur þó að fjölbreytileikinn sé ekki nægur í stjórnum ýmissa stéttarfélaga þeirra og að flestar stjórnirnar endurspegli illa fjölmenningarsamfélagið á Íslandi. Guðjón bendir jafnframt á að stjórnmálamenn hafi margir vaknað til lífsins og reyni hvað þeir geta til að skapa hinsegin rými innan skóla sem og innan stofnana hins opinbera. „Ég tel því mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins því þar standa oftar en ekki í stafni öfl sem eru börn gærdagsins þegar kemur að jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Við verðum að gæta þess að ríflegt hinsegin rými sé á vinnustöðum, starfsfólk og stjórnendur skólanna þurfa endurspegla allt litrófið og kannski eiga lokaorð pistils míns vel við en ég segi eitthvað í þá áttina að vonandi verði ráðuneyti menntamála eftirleiðis áhugasamara um hinseginleikann í skólastarfinu og kannski eignumst við hommarnir einn og einn skólastjóra í framtíðinni. Homminn fær þá vonandi eitthvert háleitara hlutverk en að sjá um að vera skemmtilegasti maðurinn á vinnustaðnum eða í partýinu.“ Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hann gagnrýnir stöðu hinsegin kennara í grunn- og framhaldsskólum. Hann segir þörf á átaki innan menntamálaráðuneytisins hvað málefni hinsegin fólks varðar. Bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sé augljóst og sýnileiki hinsegin kennara því mikilvægur. Hann tjáði sig um málið í færslu á facebook fyrr í vikunni. Í setningarræðu Hinsegin daga síðastliðinn mánudag benti Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga á niðurstöður könnunar BHM sem benda til að eldri samkynhneigðir karlmenn hafa lægri tekjur en viðmiðunarhópurinn. Samkvæmt rannsóknum ná samkynhneigðir karlmenn einnig síður upp í efsta stjórnendalagið. Lítil viðbrögð Guðjón hefur tekið virkan þátt í Hinsegin dögum og sat áður í stjórn þeirra, auk þess sem hann var áður varaformaður Samtakanna 78. Hann segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. „Skólanefndin sem skipuð var ágætu heimafólki mælti með mér en starfsfólk ráðuneytisins taldi mig ekki henta til að stýra verkmenntaskóla. Homminn hentaði að þeirra mati ekki inn í umhverfið. Lítils mat starfsfólk ráðuneytisins einnig í rökstuðningi sínum áherslu mína á hinseginleikann í viðtalinu,“ segir Guðjón. „Af svipnum að dæma í viðtalinu var ljóst að áhuginn var lítill hjá ráðuneytisfólkinu þegar ég ræddi um reynslu mína af vettvangi Hinsegin daga og Samtakanna 78 en þar var ég um tíma varaformaður. Ég fékk lítil viðbrögð í viðtölunum á þann þátt en þeim mun meiri áhersla var lögð á að ræða rekstur skóla; enginn áhugi var á þætti skólaþróunarinnar; allt gekk út á að ræða bókhaldsmálefni skólans. Ég ræddi málin við ráðherra menntamála sem sýndi mér skilning og kurteisi en auðvitað var hann bundinn af sýn síns fólks í ráðuneytinu.“ Guðjón segist hafa átt bágt með að þegja um samskipti sín við ráðuneytið forðum daga. „Ég hef samt sótt áfram um störf hjá ráðuneyti menntamála, eftir að ég sagði sögu mína hefur það alveg sleppt því að boða mig í viðtal, það gerði hins vegar ráðuneytið ætíð áður. Ég sýti það heldur ekkert enda sæll og sáttur sem kennari.“ Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“ „Ég sakna þess líka að Kennarasamband Íslands hafi lítið sem ekkert fjallað um líðan hinsegin kennara og stöðu þeirra.“ Hann segir það fagnaðarefni BHM og BSRB hafa unnið að því rannsaka stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði, en von er á niðurstöðum á næstunni. Hann telur þó að fjölbreytileikinn sé ekki nægur í stjórnum ýmissa stéttarfélaga þeirra og að flestar stjórnirnar endurspegli illa fjölmenningarsamfélagið á Íslandi. Guðjón bendir jafnframt á að stjórnmálamenn hafi margir vaknað til lífsins og reyni hvað þeir geta til að skapa hinsegin rými innan skóla sem og innan stofnana hins opinbera. „Ég tel því mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins því þar standa oftar en ekki í stafni öfl sem eru börn gærdagsins þegar kemur að jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Við verðum að gæta þess að ríflegt hinsegin rými sé á vinnustöðum, starfsfólk og stjórnendur skólanna þurfa endurspegla allt litrófið og kannski eiga lokaorð pistils míns vel við en ég segi eitthvað í þá áttina að vonandi verði ráðuneyti menntamála eftirleiðis áhugasamara um hinseginleikann í skólastarfinu og kannski eignumst við hommarnir einn og einn skólastjóra í framtíðinni. Homminn fær þá vonandi eitthvert háleitara hlutverk en að sjá um að vera skemmtilegasti maðurinn á vinnustaðnum eða í partýinu.“
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira