Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 21:55 Dagur ásamt starfsmönnum sínum Gabríel Mána og Fannari Guðna sem stóðu í ströngu í dalnum yfir helgina. facebook Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. „Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum. Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
„Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira