Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 15:37 Strákarnir í U19-landsliðinu hafa unnið örugga sigra gegn Suður-Kóreu og Barein í Forsetabikarnum á HM. HSÍ Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi. Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira