Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Eggert Valur Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar