Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. ágúst 2023 08:54 Hitametin hafa fallið víða í sumar og nú er sjórinn heitari að meðaltali en nokkru sinni fyrr. AP Photo/Rebecca Blackwell Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður. Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður.
Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira