Búið að hreinsa eitruðu Bjarnarklóna af lóð N1 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 22:05 Framkvæmdastjóri N1 segir að sér þyki miður að ekki hafi verið brugðist fyrr við á lóð fyrirtækisins í vesturbæ Reykjavíkur. Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira