Búið að hreinsa eitruðu Bjarnarklóna af lóð N1 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 22:05 Framkvæmdastjóri N1 segir að sér þyki miður að ekki hafi verið brugðist fyrr við á lóð fyrirtækisins í vesturbæ Reykjavíkur. Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira