„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:31 Orri Steinn Óskarsson með þrennuboltann, sem hann fékk til eignar, innan klæða á leið af vellinum í Kaupmannahöfn í gær. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira