Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 14:16 Oliver Sigurjónsson fer framhjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í fyrri leiknum. Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Sjá meira
FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó