Náða Suu Kyi af nokkrum brotum Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 10:52 Aung San Suu Kyi hefur setið lengi í stofufangelsi undanfarna áratugi. AP Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi. Náðunin mun stytta afplánun hennar um sex ár, samkvæmt frétt Reuters. Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á árum áður, hefur setið í stofufangelsi frá því herinn tók aftur völdin í Búrma árið 2021. Hún er 78 ára gömul og hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem á hana hafa verið bornar. Hún var meðal annars dæmd fyrir kosningasvik, spillingu og brot á krónuveirureglum, í réttarhöldum sem hafa verið fordæmd sem sýndarréttarhöld. Hún var fyrst dæmd í stofufangelsi árið 1989, eftir að hún mótmælti þáverandi herstjórn landsins. Hún fékk friðarverðlaunin árið 1991 en var ekki sleppt úr haldi fyrr en árið 2010. Árið 2015 sigraði hún kosningar sem haldnar voru í landinu eftir að herinn létti tökin á ríkinu. Flokkur hennar vann svo kosningarnar sem haldnar voru í nóvember 2020 en herforingjar landsins staðhæfðu að umfangsmikið svindl hefði átt sér stað og tóku aftur völdin í upphafi ársins 2021. Herinn hefur aldrei fært neinar sannanir fyrir ásökunum um svindl og var mótmælendum mætt af mikilli hörku. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Síðan þá hafa blóðug átök átt sér stað milli hermanna og uppreisnarmanna. Win Myint, fyrrverandi forseti ríkisins, sem var handtekinn á svipuðum tíma og Suu Kyi, hefur einnig verið náðaður af nokkrum af þeim brotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og afplánun hans stytt um fjögur ár. Heimildarmenn Reuters segja að þau verði bæði áfram í stofufangelsi og að um táknræna aðgerð sé að ræða. Herstjórnin sé að reyna að fegra ímynd sína. Ekki óumdeild Aung San Suu Kyi er ekki óumdeild en hún var sökuð um aðgerðaleysi þegar Róhingjar í Búrma voru ofsóttir á árum áður. Her Búrma hefur meðal annars verið sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna þessara ofsókna. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu var meðal annars sagt frá því að börn hafi verið drepin fyrir framan foreldra þeirra og hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum ítrekað. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að leiðtogar hersins verði sóttir til saka. Sjá einnig: Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Suu Kyi beitti sér einnig gegn því að tveimur blaðamönnum Reuters, sem handteknir voru þegar þeir voru að rannsaka fjöldamorð á Róhingjum, yrði sleppt úr haldi. Sjá einnig: Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Náðunin mun stytta afplánun hennar um sex ár, samkvæmt frétt Reuters. Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á árum áður, hefur setið í stofufangelsi frá því herinn tók aftur völdin í Búrma árið 2021. Hún er 78 ára gömul og hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem á hana hafa verið bornar. Hún var meðal annars dæmd fyrir kosningasvik, spillingu og brot á krónuveirureglum, í réttarhöldum sem hafa verið fordæmd sem sýndarréttarhöld. Hún var fyrst dæmd í stofufangelsi árið 1989, eftir að hún mótmælti þáverandi herstjórn landsins. Hún fékk friðarverðlaunin árið 1991 en var ekki sleppt úr haldi fyrr en árið 2010. Árið 2015 sigraði hún kosningar sem haldnar voru í landinu eftir að herinn létti tökin á ríkinu. Flokkur hennar vann svo kosningarnar sem haldnar voru í nóvember 2020 en herforingjar landsins staðhæfðu að umfangsmikið svindl hefði átt sér stað og tóku aftur völdin í upphafi ársins 2021. Herinn hefur aldrei fært neinar sannanir fyrir ásökunum um svindl og var mótmælendum mætt af mikilli hörku. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Síðan þá hafa blóðug átök átt sér stað milli hermanna og uppreisnarmanna. Win Myint, fyrrverandi forseti ríkisins, sem var handtekinn á svipuðum tíma og Suu Kyi, hefur einnig verið náðaður af nokkrum af þeim brotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og afplánun hans stytt um fjögur ár. Heimildarmenn Reuters segja að þau verði bæði áfram í stofufangelsi og að um táknræna aðgerð sé að ræða. Herstjórnin sé að reyna að fegra ímynd sína. Ekki óumdeild Aung San Suu Kyi er ekki óumdeild en hún var sökuð um aðgerðaleysi þegar Róhingjar í Búrma voru ofsóttir á árum áður. Her Búrma hefur meðal annars verið sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna þessara ofsókna. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu var meðal annars sagt frá því að börn hafi verið drepin fyrir framan foreldra þeirra og hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum ítrekað. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að leiðtogar hersins verði sóttir til saka. Sjá einnig: Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Suu Kyi beitti sér einnig gegn því að tveimur blaðamönnum Reuters, sem handteknir voru þegar þeir voru að rannsaka fjöldamorð á Róhingjum, yrði sleppt úr haldi. Sjá einnig: Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28