Dipló Gummi leysti deiluna með óvæntu útspili Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 11:31 Sérfræðingarnir voru ekki sammála um hver hefði verið bestur í sigri Víkinga á ÍBV. Stöð 2 Sport „Það er ósætti í þættinum, og búið að vera í allan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson sposkur á svip í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þegar kom að því að tilkynna um mann leiksins í stórsigri Víkings gegn ÍBV. Sérfræðingar Guðmundar, þeir Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, voru að vanda í góðum gír en síður en svo alltaf sammála. Albert var harður á því að Pablo Punyed hefði verið bestur, í 6-0 sigri Víkinga, og hafði látið útbúa sérstaka Pablo-klippu úr leiknum máli sínu til stuðnings. Lárus vildi hins vegar velja Færeyinginn Gunnar Vatnhamar og var ekki síður sannfærður um sitt val. En Guðmundur dó ekki ráðalaus. „Þegar að stefnir í slagsmál í þættinum þá hef ég oddaatkvæði,“ sagði Guðmundur sem kom með óvænt útspil eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Deilt um mann leiksins í sigri Víkings „Ef ég sé Pablo fuðra upp Guðmundur…“ sagði Albert, hræddur um að Guðmundur myndi velja Gunnar. „Eru einhver fjölskyldutengsl í gangi hérna?“ spurði Lárus og óttaðist að Guðmundur myndi fara eftir því sem Albert mágur hans lagði til. Guðmundur gerði hins vegar hvorugt. „Ég er diplómatískur maður. Ég vil leysa mál. Og fyrir mér er það Vestfirðingurinn Matti Villa [sem er maður leiksins]. Þeir fuðra báðir upp og að sjálfsögðu er Matti Villa maður leiksins. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Allt í öllu og spilaði allar stöðurnar. Matti fær þetta,“ sagði Guðmundur. Lárus og Albert sættu sig svo sem við það en Albert skaut þó á Guðmund: „Þegar þú kemur heim geturðu farið í tímaflakkið og skoðað klippuna sem ég setti inn með Pablo.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Sérfræðingar Guðmundar, þeir Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, voru að vanda í góðum gír en síður en svo alltaf sammála. Albert var harður á því að Pablo Punyed hefði verið bestur, í 6-0 sigri Víkinga, og hafði látið útbúa sérstaka Pablo-klippu úr leiknum máli sínu til stuðnings. Lárus vildi hins vegar velja Færeyinginn Gunnar Vatnhamar og var ekki síður sannfærður um sitt val. En Guðmundur dó ekki ráðalaus. „Þegar að stefnir í slagsmál í þættinum þá hef ég oddaatkvæði,“ sagði Guðmundur sem kom með óvænt útspil eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Deilt um mann leiksins í sigri Víkings „Ef ég sé Pablo fuðra upp Guðmundur…“ sagði Albert, hræddur um að Guðmundur myndi velja Gunnar. „Eru einhver fjölskyldutengsl í gangi hérna?“ spurði Lárus og óttaðist að Guðmundur myndi fara eftir því sem Albert mágur hans lagði til. Guðmundur gerði hins vegar hvorugt. „Ég er diplómatískur maður. Ég vil leysa mál. Og fyrir mér er það Vestfirðingurinn Matti Villa [sem er maður leiksins]. Þeir fuðra báðir upp og að sjálfsögðu er Matti Villa maður leiksins. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Allt í öllu og spilaði allar stöðurnar. Matti fær þetta,“ sagði Guðmundur. Lárus og Albert sættu sig svo sem við það en Albert skaut þó á Guðmund: „Þegar þú kemur heim geturðu farið í tímaflakkið og skoðað klippuna sem ég setti inn með Pablo.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira