Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar valt bíll með fjórum innanborðs á veginum. Var viðbúnaður töluverður og voru allir sem voru í bílnum fluttir með sjúkrabílum til Akureyrar. Ekki er talið að þeir séu eins alvarlega slasaðir og talið var í fyrstu.
Rannsókn á tildrögum slyssins er fram haldið.