Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 06:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira