„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson varð að sætta sig við eitt stig úr leiknum við Stjörnuna í kvöld. Vísir/Diego „Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld. Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“ Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast