„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson varð að sætta sig við eitt stig úr leiknum við Stjörnuna í kvöld. Vísir/Diego „Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld. Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“ Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki