Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2023 08:01 Íshellarnir eru mikil undraveröld. RAX Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring. „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð. Við vorum mjög fátæk þegar ég var ungur. Það var allt skrifað hjá Kaupfélaginu,“ segir Einar sem stýrir nú ferðaþjónustufyrirtækinu Öræfaferðum. Þetta er elsta ferðaþjónustufyrirtækið á Suðausturlandi, á sömu kennitölunni í það minnsta. Það var Sigurður Bjarnason faðir Einars sem stofnaði það árið 1990. Árið áður hafði Sigurður selt sauðfjárkvótann til ríkisins, 250 fjár, eftir mikið basl í sauðfjárbúskap. Sigurður græddi ekkert á sölunni en gat að minnsta kosti losnað við skuldirnar. Einar og fjölskylda hans fara enn þá með ferðamenn í Ingólfshöfða eins og faðir hans Sigurður Bjarnason gerði fyrir rúmum þrjátíu árum síðan.RAX „Ég hefði ekki haldið áfram að búa hér til að taka við sauðfjárbúskap,“ segir Einar en hann kom snemma inn í fyrirtæki föður síns, árið 1994, og hefur leiðsagt allar götur síðan. Aðallega með erlenda ferðamenn í gönguferðir á Hvannadalshnjúk, í íshellana í Vatnajökli og í Ingólfshöfða. Fann lifibrauðið á heykerru Sigurður fann lifibrauðið fyrir fjölskylduna af því að fara með ferðamenn á heykerru út að Ingólfshöfða. Þessar ferðir eru enn þá farnar í dag, allt að fimm á dag. Einar, konan hans Matthildur og synirnir tveir Ísak og Matthías skiptast á að leiðsegja. Það gerði Aron, stjúpsonur Einars, líka áður en hann fór og stofnaði sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki í sveitinni. Enn þá er fólk keyrt í heykerru, 20 til 30 manns, sjö kílómetra leið yfir Hofsnesleirurnar að höfðanum. Þar er gengið um friðlandið og sagt frá landnámi Ingólfs og fuglalífinu. Lundinn er sá sem trekkir að í ferðirnar en mikið annað líf er í höfðanum, meðal annars mikið af skúmi. 324 ferðir á Hnjúkinn Eftir að Einar tók við Öræfaferðum hefur hann boðið upp á fjallaferðir upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, og íshellaferðir í Vatnajökli. Enginn þekkir Hvannadalshnjúk betur en Einar en hann taldi ferð númer 324 í apríl síðastliðnum. Löng runa göngufólks á leið upp og niður af Hnjúknum.RAX „Ef ég lendi í snjóblindu þá veit ég nokkurn veginn hvar ég er og þekki þær sprungur sem ég kem að. En ég þarf samt að rata eftir GPS eins og hver annar. Ég fer aldrei að heiman án þess,“ segir Einar. Einar hefur einnig ættfræðilega tengingu við Hnjúkinn því að langafi hans var sá fyrsti sem kleif hann. Lengi var það hins vegar kennt að norski kortagerðargerðarmaðurinn Hans Frisak hefði klifið Hnjúkinn fyrstur allra árið 1813. „Hann fór bara upp á Hnapp,“ segir Einar um Frisak. „Það kom í ljós þegar vinur minn Snævar Guðmundsson var að gera bók um Öræfajökul á tíunda áratugnum.“ Fyrsta staðfesta ferðin upp á Hvannadalshnjúk hafi ekki verið farin fyrr en árið 1891. Það voru Páll Jónsson, langafi Einars, sveitungi hans Þorlákur Þorláksson og breskur ferðamaður að nafni Frederick W. Howell sem klifu Hnjúkinn það ár en Páll fór í nokkrar ferðir upp á Hnjúkinn eftir það. Einar á toppi Hvannadalshnjúks árið 2017. Einar er nú ný orðinn 55 ára gamall og segir að hann búist ekki við því að verða mjög lengi í ferðunum upp á Hnjúk til viðbótar. 30 ár séu langur tími og þessar ferðir reyni á líkamann. Undanfarin ár hefur hann ávallt skíðað til baka niður af fjallinu. Tímabundið landslag Fyrir aldamót byrjaði Einar að leita að og ganga í íshellana í Vatnajökli og frá árinu 2006 hefur hann boðið upp á ferðir í þá. Fjölmörg önnur fyrirtæki eru komin í þennan bransa en Einar hefur fundið flesta hellana nefnt þá. „Það getur verið ólýsanlega fallegt að koma inn í íshelli. Þetta er ótrúlegur heimur,“ segir Einar. Hellarnir verða til vegna vatnsstreymis til og frá jöklinum og eru síbreytilegir. Einar nefnir til að mynda helli sem kallast Safír, sem hann hefur farið í frá árinu 2012. Vinsældir íshellaferða hafa aukist mjög á undanförnum árum, eftir ferðamannasprengjuna.ra „Hann er enn þá einn aðalhellirinn en jökullinn hefur bakkað um nokkur hundruð metra á þessum tíma. Vatnakerfið undir jöklinum heldur hins vegar áfram að búa hann til,“ segir Einar. Annar er kallaður Kristall, vestan megin við Jökulsárlónið. „Ég sé það með GPS mælingum að ég þarf að ganga hundrað metrum norðar á hverju ári til að komast að honum. Allt það sem maður skoðaði veturinn áður er horfið þegar maður kemur inn í hann en ný hvelfing búin að myndast mynduð úr sama vatnafari. Þetta er aldrei eins og maður getur ekki tekið sömu myndirnar að ári liðnu,“ segir Einar. Í hraunhelli væri hægt að taka nákvæmlega sömu ljósmynd þúsund árum seinna. Í íshelli er allt breytt eftir eitt ár. Þetta er tímabundið landslag. Eldgos hraðað bráðnun Til að finna hellana gengur Einar eftir jökulsporðinum en hann segir einnig hægt að nota dróna til verksins. Þeir sjást þar sem vatnið streymir út úr jöklinum hér og þar. Einar segir að íshellamyndunin hafi aukist með meiri bráðnun. „Það er hnattræn hlýnun í gangi en henni er ekki endilega um að kenna að jöklarnir hafa verið að bráðna hérna svona hratt, eins og til dæmis Breiðamerkurjökull,“ segir einar. Aska úr eldgosum hefur meiri áhrif á bráðnun að sögn Einars heldur en hnattræn hlýnun.RAX Hann segir að frekar sé það askan frá eldgosum í Grímsvötnum árið 2011, Gjálp árið 1996 og í Eyjafjallajökli árið 2010 sem hafi áhrif. „Þegar það er svona mikil aska á jöklinum og hann bráðnar hraðar kemur meira vatn undan honum. Því er meira af hellum núna en árið 1990 þegar jökullinn var hvítur og hreinn,“ segir Einar. Sumir of erfiðir fyrir kúnna Einar jánkar því að það geti verið hættulegt að fara í íshella. Sumir séu of erfiðir fyrir kúnna eða of langt og strembið að komast að þeim. Í eitt skipti gekk hann 400 metra inn í íshelli. „Í byrjun var ég tvístígandi hvort ég ætti að vera að bjóða upp á þetta því það er hægt að klúðra þessu algerlega,“ segir Einar. Aldrei sé hægt að sjá allt fyrir þó að fagmennskan sé sífellt að aukast í fjallaleiðsögn á Íslandi. Til að mynda kennir Einar sjálfur námskeið hjá Félagi fjallaleiðsögumanna. Einar segist hafa komið í hella með kúnna en snúið við þar sem honum hefur ekki litist á blikuna. Þekjan í hellinum hafi verið farin að þynnast. Enginn þekkir Vatnajökul betur en Einar.RAX Í flestum hellunum streymir vatnið úr jöklinum en sums staðar streymir það inn í hann. „Það yrði ógnvænlegt ef einhver dytti í slíka á. Þá færi hann undir jökulinn,“ segir Einar. Barst niður með snjóflóði Að sögn Einars hefur aldrei orðið alvarlegt slys í íshella leiðsöguferð á Íslandi. Hins vegar viti hann um þrjú banaslys í íshellum. Í tveimur tilvikum hafi íshrunið yfir fólk, það er í Kverkfjöllum og Hrafntinnuskeri. Í Hofsjökli hafi maður kafnað í helli vegna gasuppstreymis. „Ég verið ótrúlega blessaður og aldrei lent í neinu tjóni eða lífsháska í mínum ferðum. Mesta slysið var þegar kúnni fór úr axlarlið í fjallaferð,“ segir Einar. Undanfarin ár hefur Einar farið á Hnjúkinn á skíðum. Það er mun minna álag en að fara gangandi.RAX Annað gildir þó um hann sjálfan í sínu einkapríli. „Ég er heilmikið í fjallaklifri í mínum frítíma og þar hef ég lent í ýmsu. Í eitt skipti barst ég niður með snjóflóði en meiddist lítið og grófst ekki djúpt,“ segir hann. Hvað íshellaferðirnar segist Einar hafa dregið úr þeim. Margir aðrir séu komnir í þann bransa. Hann segist ánægður með að sjá ungt fólk vera að flytja aftur í sveitina og byrja í ferðamennsku. „Maður sér þetta víða á nágrannabæjunum. Það er dapurlegt að sjá bæi sem ekki voru afkomendur sem hafa áhuga á ferðamennsku. Þar er enginn að taka við og maður sér fram á að búskapurinn hætti eftir nokkur ár,“ segir hann. Hins vegar séu dæmi um að þriðja kynslóðin sé að koma til baka, í húsin til ömmu og afa eftir að foreldrarnir höfðu gefist upp og flutt í burtu. Ferðamennska sé heldur ekki eini möguleikinn fyrir fólk því með tækninni sé heimurinn sífellt að verða smærri. Hægt sé að starfa við ýmislegt á Öræfum. Hér má sjá fleiri myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson tók af Einari á jöklinum: Hér og þar standa sprænur út úr jöklinum og þar má finna íshella.RAX Einar hefur fundið flesta hellana. Hann byrjaði að leita að þeim fyrir aldamót.RAX Þrjú banaslys hafa orðið í íshellum á Íslandi en ekkert í leiðsöguferð.RAX Íshellar eru tímabundið landslag. Eftir ár verða þeir gjörbreyttir.RAX Jökullinn hopar á hverju ári. Vatnafarið myndar samt áfram hellana.RAX Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp
„Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð. Við vorum mjög fátæk þegar ég var ungur. Það var allt skrifað hjá Kaupfélaginu,“ segir Einar sem stýrir nú ferðaþjónustufyrirtækinu Öræfaferðum. Þetta er elsta ferðaþjónustufyrirtækið á Suðausturlandi, á sömu kennitölunni í það minnsta. Það var Sigurður Bjarnason faðir Einars sem stofnaði það árið 1990. Árið áður hafði Sigurður selt sauðfjárkvótann til ríkisins, 250 fjár, eftir mikið basl í sauðfjárbúskap. Sigurður græddi ekkert á sölunni en gat að minnsta kosti losnað við skuldirnar. Einar og fjölskylda hans fara enn þá með ferðamenn í Ingólfshöfða eins og faðir hans Sigurður Bjarnason gerði fyrir rúmum þrjátíu árum síðan.RAX „Ég hefði ekki haldið áfram að búa hér til að taka við sauðfjárbúskap,“ segir Einar en hann kom snemma inn í fyrirtæki föður síns, árið 1994, og hefur leiðsagt allar götur síðan. Aðallega með erlenda ferðamenn í gönguferðir á Hvannadalshnjúk, í íshellana í Vatnajökli og í Ingólfshöfða. Fann lifibrauðið á heykerru Sigurður fann lifibrauðið fyrir fjölskylduna af því að fara með ferðamenn á heykerru út að Ingólfshöfða. Þessar ferðir eru enn þá farnar í dag, allt að fimm á dag. Einar, konan hans Matthildur og synirnir tveir Ísak og Matthías skiptast á að leiðsegja. Það gerði Aron, stjúpsonur Einars, líka áður en hann fór og stofnaði sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki í sveitinni. Enn þá er fólk keyrt í heykerru, 20 til 30 manns, sjö kílómetra leið yfir Hofsnesleirurnar að höfðanum. Þar er gengið um friðlandið og sagt frá landnámi Ingólfs og fuglalífinu. Lundinn er sá sem trekkir að í ferðirnar en mikið annað líf er í höfðanum, meðal annars mikið af skúmi. 324 ferðir á Hnjúkinn Eftir að Einar tók við Öræfaferðum hefur hann boðið upp á fjallaferðir upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, og íshellaferðir í Vatnajökli. Enginn þekkir Hvannadalshnjúk betur en Einar en hann taldi ferð númer 324 í apríl síðastliðnum. Löng runa göngufólks á leið upp og niður af Hnjúknum.RAX „Ef ég lendi í snjóblindu þá veit ég nokkurn veginn hvar ég er og þekki þær sprungur sem ég kem að. En ég þarf samt að rata eftir GPS eins og hver annar. Ég fer aldrei að heiman án þess,“ segir Einar. Einar hefur einnig ættfræðilega tengingu við Hnjúkinn því að langafi hans var sá fyrsti sem kleif hann. Lengi var það hins vegar kennt að norski kortagerðargerðarmaðurinn Hans Frisak hefði klifið Hnjúkinn fyrstur allra árið 1813. „Hann fór bara upp á Hnapp,“ segir Einar um Frisak. „Það kom í ljós þegar vinur minn Snævar Guðmundsson var að gera bók um Öræfajökul á tíunda áratugnum.“ Fyrsta staðfesta ferðin upp á Hvannadalshnjúk hafi ekki verið farin fyrr en árið 1891. Það voru Páll Jónsson, langafi Einars, sveitungi hans Þorlákur Þorláksson og breskur ferðamaður að nafni Frederick W. Howell sem klifu Hnjúkinn það ár en Páll fór í nokkrar ferðir upp á Hnjúkinn eftir það. Einar á toppi Hvannadalshnjúks árið 2017. Einar er nú ný orðinn 55 ára gamall og segir að hann búist ekki við því að verða mjög lengi í ferðunum upp á Hnjúk til viðbótar. 30 ár séu langur tími og þessar ferðir reyni á líkamann. Undanfarin ár hefur hann ávallt skíðað til baka niður af fjallinu. Tímabundið landslag Fyrir aldamót byrjaði Einar að leita að og ganga í íshellana í Vatnajökli og frá árinu 2006 hefur hann boðið upp á ferðir í þá. Fjölmörg önnur fyrirtæki eru komin í þennan bransa en Einar hefur fundið flesta hellana nefnt þá. „Það getur verið ólýsanlega fallegt að koma inn í íshelli. Þetta er ótrúlegur heimur,“ segir Einar. Hellarnir verða til vegna vatnsstreymis til og frá jöklinum og eru síbreytilegir. Einar nefnir til að mynda helli sem kallast Safír, sem hann hefur farið í frá árinu 2012. Vinsældir íshellaferða hafa aukist mjög á undanförnum árum, eftir ferðamannasprengjuna.ra „Hann er enn þá einn aðalhellirinn en jökullinn hefur bakkað um nokkur hundruð metra á þessum tíma. Vatnakerfið undir jöklinum heldur hins vegar áfram að búa hann til,“ segir Einar. Annar er kallaður Kristall, vestan megin við Jökulsárlónið. „Ég sé það með GPS mælingum að ég þarf að ganga hundrað metrum norðar á hverju ári til að komast að honum. Allt það sem maður skoðaði veturinn áður er horfið þegar maður kemur inn í hann en ný hvelfing búin að myndast mynduð úr sama vatnafari. Þetta er aldrei eins og maður getur ekki tekið sömu myndirnar að ári liðnu,“ segir Einar. Í hraunhelli væri hægt að taka nákvæmlega sömu ljósmynd þúsund árum seinna. Í íshelli er allt breytt eftir eitt ár. Þetta er tímabundið landslag. Eldgos hraðað bráðnun Til að finna hellana gengur Einar eftir jökulsporðinum en hann segir einnig hægt að nota dróna til verksins. Þeir sjást þar sem vatnið streymir út úr jöklinum hér og þar. Einar segir að íshellamyndunin hafi aukist með meiri bráðnun. „Það er hnattræn hlýnun í gangi en henni er ekki endilega um að kenna að jöklarnir hafa verið að bráðna hérna svona hratt, eins og til dæmis Breiðamerkurjökull,“ segir einar. Aska úr eldgosum hefur meiri áhrif á bráðnun að sögn Einars heldur en hnattræn hlýnun.RAX Hann segir að frekar sé það askan frá eldgosum í Grímsvötnum árið 2011, Gjálp árið 1996 og í Eyjafjallajökli árið 2010 sem hafi áhrif. „Þegar það er svona mikil aska á jöklinum og hann bráðnar hraðar kemur meira vatn undan honum. Því er meira af hellum núna en árið 1990 þegar jökullinn var hvítur og hreinn,“ segir Einar. Sumir of erfiðir fyrir kúnna Einar jánkar því að það geti verið hættulegt að fara í íshella. Sumir séu of erfiðir fyrir kúnna eða of langt og strembið að komast að þeim. Í eitt skipti gekk hann 400 metra inn í íshelli. „Í byrjun var ég tvístígandi hvort ég ætti að vera að bjóða upp á þetta því það er hægt að klúðra þessu algerlega,“ segir Einar. Aldrei sé hægt að sjá allt fyrir þó að fagmennskan sé sífellt að aukast í fjallaleiðsögn á Íslandi. Til að mynda kennir Einar sjálfur námskeið hjá Félagi fjallaleiðsögumanna. Einar segist hafa komið í hella með kúnna en snúið við þar sem honum hefur ekki litist á blikuna. Þekjan í hellinum hafi verið farin að þynnast. Enginn þekkir Vatnajökul betur en Einar.RAX Í flestum hellunum streymir vatnið úr jöklinum en sums staðar streymir það inn í hann. „Það yrði ógnvænlegt ef einhver dytti í slíka á. Þá færi hann undir jökulinn,“ segir Einar. Barst niður með snjóflóði Að sögn Einars hefur aldrei orðið alvarlegt slys í íshella leiðsöguferð á Íslandi. Hins vegar viti hann um þrjú banaslys í íshellum. Í tveimur tilvikum hafi íshrunið yfir fólk, það er í Kverkfjöllum og Hrafntinnuskeri. Í Hofsjökli hafi maður kafnað í helli vegna gasuppstreymis. „Ég verið ótrúlega blessaður og aldrei lent í neinu tjóni eða lífsháska í mínum ferðum. Mesta slysið var þegar kúnni fór úr axlarlið í fjallaferð,“ segir Einar. Undanfarin ár hefur Einar farið á Hnjúkinn á skíðum. Það er mun minna álag en að fara gangandi.RAX Annað gildir þó um hann sjálfan í sínu einkapríli. „Ég er heilmikið í fjallaklifri í mínum frítíma og þar hef ég lent í ýmsu. Í eitt skipti barst ég niður með snjóflóði en meiddist lítið og grófst ekki djúpt,“ segir hann. Hvað íshellaferðirnar segist Einar hafa dregið úr þeim. Margir aðrir séu komnir í þann bransa. Hann segist ánægður með að sjá ungt fólk vera að flytja aftur í sveitina og byrja í ferðamennsku. „Maður sér þetta víða á nágrannabæjunum. Það er dapurlegt að sjá bæi sem ekki voru afkomendur sem hafa áhuga á ferðamennsku. Þar er enginn að taka við og maður sér fram á að búskapurinn hætti eftir nokkur ár,“ segir hann. Hins vegar séu dæmi um að þriðja kynslóðin sé að koma til baka, í húsin til ömmu og afa eftir að foreldrarnir höfðu gefist upp og flutt í burtu. Ferðamennska sé heldur ekki eini möguleikinn fyrir fólk því með tækninni sé heimurinn sífellt að verða smærri. Hægt sé að starfa við ýmislegt á Öræfum. Hér má sjá fleiri myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson tók af Einari á jöklinum: Hér og þar standa sprænur út úr jöklinum og þar má finna íshella.RAX Einar hefur fundið flesta hellana. Hann byrjaði að leita að þeim fyrir aldamót.RAX Þrjú banaslys hafa orðið í íshellum á Íslandi en ekkert í leiðsöguferð.RAX Íshellar eru tímabundið landslag. Eftir ár verða þeir gjörbreyttir.RAX Jökullinn hopar á hverju ári. Vatnafarið myndar samt áfram hellana.RAX
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp