Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2023 23:10 Tölvugerð mynd sýnir ísbað og heita laug á fyrirhuguðu Stracta-hóteli á Orustustöðum. Stracta Hotels Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áform Hreiðars á Orustustöðum en þar vonast hann til þess að geta hafið tíu milljarða króna hótelframkvæmdir fyrir veturinn. „Þetta er ekki venjulegt hótel. Það eru mjög stór herbergi og það er búið að hanna mikið af afþreyingu sem byggist á ísböðum og heitum laugum og allt þar á milli og þetta er allt keyrt á varmadælum,“ segir Hreiðar. Úr þessu rými horfa gestir til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Skaftafellsfjalla.Stracta Hotels Kuldinn sem myndast í eins megavatta varmadælum nýtist þannig ísböðunum um leið og þær framleiða hita. Þar sem ekki finnst jarðhiti á svæðinu segir Hreiðar að með þessum hætti verði kyndingarkostnaður aðeins um fimmtungur af því sem annars hefði orðið. Auk stígakerfis er gert ráð fyrir vatnasvæði við hótelið sem hægt verður að sigla um. Til vinstri má sjá þyrlu á lendingarpalli.Stracta Hotels Landrýmið á Brunasandi hyggst hann nýta til afþreyingar. „25 kílómetrar hannaðir hérna af hjólastígum, göngustígum, hestaleiðum og síðan stígum þannig að maður kemst með fólkið suður í fjöru.“ Gestum verður boðið að róa á bátum og fara í útreiðartúra.Stracta Hotels Tilgangurinn er að fá hótelgesti til lengri dvalar. „Almennur gistitími verði svona að meðaltali þrjár nætur, ekki minna. Þetta er „resort“. Þú getur verið hérna og haft þína afþreyingu í friði og ró,“ segir Hreiðar. Herbergi með útsýni til Öræfajökuls. Fyrir utan er fólk sýnt á skautum á svelli.Stracta Hotels Sveitarstjóri Skaftárhrepps, Einar Kristján Jónsson, segir að ekki hafi staðið á hreppnum að veita tilskilin leyfi. En Hreiðar þarf einnig rekstrarleyfi frá sýslumanni. „Þessar framkvæmdir eru náttúrlega háðar rekstrarleyfi og ef það er ekki vegsamband fyrir bjargir þá er nú hæpið að hann fái rekstrarleyfi frá opinberum aðilum,“ segir sveitarstjórinn. Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps.Einar Árnason Og þótt Hreiðar hafi nýlega haft betur í dómsmáli um notkun bráðabirgðavegar í deilu við eigendur nágrannajarðar þá þarf hann einnig að sækja til þeirra, sem og Vegagerðarinnar, um gerð varanlegs vegar. Algjör óvissa ríkir um hvernig það fer. Hreiðar er þegar byrjaður með íbúðagistingu á jörðinni á grundvelli bráðabirgðaleyfis og það var einnig veitt í óþökk nágranna hans. Hreiðar er þegar byrjaður að leigja út íbúðagistingu á Orustustöðum.Einar Árnason „Okkur er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig þessi maður fékk leyfi til framkvæmda og til rekstrar, starfsleyfi, að jörð sem hefur enga vegtengingu. En honum er veitt það leyfi,“ segir Þuríður Benediktsdóttir, eigandi Hraunbóls. „Þetta er bráðabirgðaleyfi miðað við þau mannvirki sem eru þar núna. En ef hann ætlar að fara að koma með tvöhundruð herbergja hótel þá þarf hann sjálfsagt að sækja um það að nýju,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Skaftárhreppur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. 10. júlí 2023 23:16 Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20 Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áform Hreiðars á Orustustöðum en þar vonast hann til þess að geta hafið tíu milljarða króna hótelframkvæmdir fyrir veturinn. „Þetta er ekki venjulegt hótel. Það eru mjög stór herbergi og það er búið að hanna mikið af afþreyingu sem byggist á ísböðum og heitum laugum og allt þar á milli og þetta er allt keyrt á varmadælum,“ segir Hreiðar. Úr þessu rými horfa gestir til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Skaftafellsfjalla.Stracta Hotels Kuldinn sem myndast í eins megavatta varmadælum nýtist þannig ísböðunum um leið og þær framleiða hita. Þar sem ekki finnst jarðhiti á svæðinu segir Hreiðar að með þessum hætti verði kyndingarkostnaður aðeins um fimmtungur af því sem annars hefði orðið. Auk stígakerfis er gert ráð fyrir vatnasvæði við hótelið sem hægt verður að sigla um. Til vinstri má sjá þyrlu á lendingarpalli.Stracta Hotels Landrýmið á Brunasandi hyggst hann nýta til afþreyingar. „25 kílómetrar hannaðir hérna af hjólastígum, göngustígum, hestaleiðum og síðan stígum þannig að maður kemst með fólkið suður í fjöru.“ Gestum verður boðið að róa á bátum og fara í útreiðartúra.Stracta Hotels Tilgangurinn er að fá hótelgesti til lengri dvalar. „Almennur gistitími verði svona að meðaltali þrjár nætur, ekki minna. Þetta er „resort“. Þú getur verið hérna og haft þína afþreyingu í friði og ró,“ segir Hreiðar. Herbergi með útsýni til Öræfajökuls. Fyrir utan er fólk sýnt á skautum á svelli.Stracta Hotels Sveitarstjóri Skaftárhrepps, Einar Kristján Jónsson, segir að ekki hafi staðið á hreppnum að veita tilskilin leyfi. En Hreiðar þarf einnig rekstrarleyfi frá sýslumanni. „Þessar framkvæmdir eru náttúrlega háðar rekstrarleyfi og ef það er ekki vegsamband fyrir bjargir þá er nú hæpið að hann fái rekstrarleyfi frá opinberum aðilum,“ segir sveitarstjórinn. Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps.Einar Árnason Og þótt Hreiðar hafi nýlega haft betur í dómsmáli um notkun bráðabirgðavegar í deilu við eigendur nágrannajarðar þá þarf hann einnig að sækja til þeirra, sem og Vegagerðarinnar, um gerð varanlegs vegar. Algjör óvissa ríkir um hvernig það fer. Hreiðar er þegar byrjaður með íbúðagistingu á jörðinni á grundvelli bráðabirgðaleyfis og það var einnig veitt í óþökk nágranna hans. Hreiðar er þegar byrjaður að leigja út íbúðagistingu á Orustustöðum.Einar Árnason „Okkur er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig þessi maður fékk leyfi til framkvæmda og til rekstrar, starfsleyfi, að jörð sem hefur enga vegtengingu. En honum er veitt það leyfi,“ segir Þuríður Benediktsdóttir, eigandi Hraunbóls. „Þetta er bráðabirgðaleyfi miðað við þau mannvirki sem eru þar núna. En ef hann ætlar að fara að koma með tvöhundruð herbergja hótel þá þarf hann sjálfsagt að sækja um það að nýju,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps.
Skaftárhreppur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. 10. júlí 2023 23:16 Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20 Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. 10. júlí 2023 23:16
Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42