Bjargvættir Ingólfur Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 14:00 Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun