Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júlí 2023 07:12 Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun