Stórbruni í atvinnuhúsnæði í Reykjanesbæ Kristinn Haukur Guðnason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. júlí 2023 12:45 Bruninn kom upp við Víkurbraut í Reykjanesbæ. Eldsvoði kom upp í atvinnuhúsnæði á horninu á Víkurbraut og Hrannargötu í Reykjanesbæ laust eftir hádegi í dag. Tjónið er mikið, bæði á húsinu sjálfu og munum sem eru þar inni. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allir bílar kallaðir til á staðinn og unnið hefur verið að slökkvistarfi fram eftir degi. Slökkviliðið hefur náð góðum tökum á eldinum. Eldurinn er í húsnæði við Víkurbraut 4. Er þetta iðnaðaðarhúsnæði með timburgrind og bárujárnsklæðningu byggt árið 1973. Að því sem Vísir kemst næst er engin starfsemi í húsnæðinu en það hýsti áður geymslur fyrir Icelandair. Uppfært klukkan 16:45: Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að búið sé að slökkva eldinn. Nú sé unnið að því að drepa allar glæður og tryggja vettvang. Ljóst sé að tjónið sé töluvert þó of snemmt sé að segja til um það í krónum talið. Inni í húsinu voru bílar meðal annars geymdir, auk hjólhýsa og búslóða. Óvíst með tjón á húsinu Jón segir að eldurinn sé bundinn við þetta hús og að enginn hafi verið í því. „Þetta gengur hægt og bítandi. Það er búið að slá verulega á hann,“ segir Jón um hvernig gangi að ráða niðurlögum eldsins. Jóhann Ragnarsson náði myndbandinu að neðan á vettvangi. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu heldur hafi það verið notað sem geymslur. „Það hefur enginn verið þarna dagsdaglega í einhvern tíma. En þarna voru geymdir bílar, fellihýsi, búslóðir og slíkt. Ég geri frekar ráð fyrir því að þessir munir sem þarna voru inni séu ónýtir, annað hvort að eldi eða reyk og vatni,“ segir Jón. Óvíst með tjón á húsinu sjálfu fyrr en slökkvistarfi er lokið. „Þakið er farið að falla að hluta til. Það er ein grunnbygging og svo hafa verið settar viðbyggingar utan á þetta. Þær eru að sleppa að mestu leyti,“ segir Jón. Fólk búi í húsinu Tónlistarmaðurinn Guðmundur Örn Björnsson var einn af þeim sem dreif sig af stað til að athuga með eldsvoðann. En hljómsveitin hans, þungarokkssveitin MIB (Masters in Bloom), hefur æfingaaðstöðu í húsinu. Guðmundur býst við því að hljóðfærin sleppi. Guðmundur Örn óttaðist um fólkið sem býr í viðbyggingunni. „Eldurinn er akkúrat í hinum endanum á húsinu,“ segir Guðmundur Örn. En honum var ekki aðeins umhugað um gítarana, trommusettið og magnarana því að í húsinu búi fólk. „Mér skilst að það séu geymslur í þeim hluta sem eldurinn er í. Síðan kemur millibilið sem ég er búinn að vera fylgjast svolítið með því þar býr fólk,“ segir hann. „Það er græna einingin sem er næst þeirri hvítu sem er að brenna. Þar er opinn gluggi og enginn reykur búinn að stíga út.“ Gámaíbúðir fyrir heimilislausa Velferðarsvið Reykjanesbæjar rekur þrjú smáhýsi á lóðinni við Víkurbraut 6, nálægt eldsvoðanum. Er þetta húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga, byggt árið 2018. „Við erum ekki með íbúðir í húsinu sem brann. Við erum með frístandandi hús þarna á bak við. Ég veit ekkert um ástand þeirra,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta séu sérsmíðaðar og samþykktar gámaíbúðir. Kjartan Már segist ekkert vita um ástand gámanna.Reykjanesbær Núna búi einn eða tveir einstaklingar í húsunum. Kjartan Már segist ekki vilja trufla slökkviliðið en fái skýrslu þegar slökkvistarfinu sé lokið. Kjartan segist ekki vita hvort fólk búi í grænmálaða hluta hússins sem brann. „Ég veit ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Kjartan Már. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson birti þessa mynd úr fjarlægð.Ásmundur Friðriksson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allir bílar kallaðir til á staðinn og unnið hefur verið að slökkvistarfi fram eftir degi. Slökkviliðið hefur náð góðum tökum á eldinum. Eldurinn er í húsnæði við Víkurbraut 4. Er þetta iðnaðaðarhúsnæði með timburgrind og bárujárnsklæðningu byggt árið 1973. Að því sem Vísir kemst næst er engin starfsemi í húsnæðinu en það hýsti áður geymslur fyrir Icelandair. Uppfært klukkan 16:45: Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að búið sé að slökkva eldinn. Nú sé unnið að því að drepa allar glæður og tryggja vettvang. Ljóst sé að tjónið sé töluvert þó of snemmt sé að segja til um það í krónum talið. Inni í húsinu voru bílar meðal annars geymdir, auk hjólhýsa og búslóða. Óvíst með tjón á húsinu Jón segir að eldurinn sé bundinn við þetta hús og að enginn hafi verið í því. „Þetta gengur hægt og bítandi. Það er búið að slá verulega á hann,“ segir Jón um hvernig gangi að ráða niðurlögum eldsins. Jóhann Ragnarsson náði myndbandinu að neðan á vettvangi. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu heldur hafi það verið notað sem geymslur. „Það hefur enginn verið þarna dagsdaglega í einhvern tíma. En þarna voru geymdir bílar, fellihýsi, búslóðir og slíkt. Ég geri frekar ráð fyrir því að þessir munir sem þarna voru inni séu ónýtir, annað hvort að eldi eða reyk og vatni,“ segir Jón. Óvíst með tjón á húsinu sjálfu fyrr en slökkvistarfi er lokið. „Þakið er farið að falla að hluta til. Það er ein grunnbygging og svo hafa verið settar viðbyggingar utan á þetta. Þær eru að sleppa að mestu leyti,“ segir Jón. Fólk búi í húsinu Tónlistarmaðurinn Guðmundur Örn Björnsson var einn af þeim sem dreif sig af stað til að athuga með eldsvoðann. En hljómsveitin hans, þungarokkssveitin MIB (Masters in Bloom), hefur æfingaaðstöðu í húsinu. Guðmundur býst við því að hljóðfærin sleppi. Guðmundur Örn óttaðist um fólkið sem býr í viðbyggingunni. „Eldurinn er akkúrat í hinum endanum á húsinu,“ segir Guðmundur Örn. En honum var ekki aðeins umhugað um gítarana, trommusettið og magnarana því að í húsinu búi fólk. „Mér skilst að það séu geymslur í þeim hluta sem eldurinn er í. Síðan kemur millibilið sem ég er búinn að vera fylgjast svolítið með því þar býr fólk,“ segir hann. „Það er græna einingin sem er næst þeirri hvítu sem er að brenna. Þar er opinn gluggi og enginn reykur búinn að stíga út.“ Gámaíbúðir fyrir heimilislausa Velferðarsvið Reykjanesbæjar rekur þrjú smáhýsi á lóðinni við Víkurbraut 6, nálægt eldsvoðanum. Er þetta húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga, byggt árið 2018. „Við erum ekki með íbúðir í húsinu sem brann. Við erum með frístandandi hús þarna á bak við. Ég veit ekkert um ástand þeirra,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta séu sérsmíðaðar og samþykktar gámaíbúðir. Kjartan Már segist ekkert vita um ástand gámanna.Reykjanesbær Núna búi einn eða tveir einstaklingar í húsunum. Kjartan Már segist ekki vilja trufla slökkviliðið en fái skýrslu þegar slökkvistarfinu sé lokið. Kjartan segist ekki vita hvort fólk búi í grænmálaða hluta hússins sem brann. „Ég veit ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Kjartan Már. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson birti þessa mynd úr fjarlægð.Ásmundur Friðriksson
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira