Sextán manns úr þremur fjölskyldum fórust í Alsír Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2023 11:30 Íbúar reyna að ráða niðurlögum elda sem kviknuðu skyndilega í útjaðri Lissabon í gær. AP/Armando Franca Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafa farist í skógareldum í Alsír, þar af sextán fullorðnir og börn úr þremur fjölskyldum. Eldar blossuðu óvænt upp í nágrenni Lissabon höfuðborgar Portúgals í gær. Hér sjást eldar læsa sig í gróður nærri húsum í Capaci skammt frá Palermo á Sikiley í morgun.AP/Alberto Lo Bianco Ekkert lát er á skógareldum víðs vegar um suður Evrópu og norður Afríku. Undanfarna daga hafa eldar blossað upp bæði í Alsír og Túnis og dreifa sér hratt vegna hvassviðris. Í Alsír hafa að minnsta kosti þrjátíu og fjórir farist í skógareldunum. Þeirra á meðal sextán manns úr þremur fjölskyldum sem reyndu að flýja á bílum niður að strönd. Í þeirra hópi voru bæði fullorðnir og börn. Sextán manns í Alsír, fullorðnir og börn, úr þremur fjölskyldum fórust þegar fólkið reyndi að flýja eldana á bílum niður að strönd.AP Þá hafa tugir manna, aðallega eldra fólk, verið flutt frá bæ í nágrenni Lissabon höfuðborg Portúgals. Þar kviknuðu skógareldar óvænt í gær. Vindhviður ná allt að 60 kílómetrum á klukkustund og hafa auðveldað eldunum að fara hratt yfir. Eldar loga einnig í Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Króatíu. Þessi mynd frá slökkviliði í héraði Palermo á Sikiley er táknræn fyrir þá gífurlegu skógarelda sem geisa þessa dagana víða um suðurhluta Evrópu. This picture released by the Italian firefighters shows wildfires in the region of Palermo in Sicily, Italy, Tuesday July 25, 2023. (Italian Firefighters - Vigili del Fuoco via AP)AP/Ítalska slökkiliðið Enn er neyðarástand víða í Grikklandi þar sem eldar loga víða. Tveir flugmenn á vatnsflugvél fórust í gær þegar flugvélin hrapaði við slökkvistörf á Rhodes. Margir Grikkir á Ródos, Korfú og fleiri eyjum hafa misst aleiguna og lífsviðurværi sitt þar sem gisti- og veitingastaðir hafa orðið eldunum að bráð. Vasilis Sofitsis sem rekur fyrirtæki sem sér um rekstur og viðhald eigna segir grísku eyjarnar hafa orðið fyrir stórslysi. „Þetta er stórslys. Vegna þess að aðaltekjur eyjanna koma frá ferðaþjónustunni. Ef afpantanir fara síðan að hrannast upp vegna þess að fólk óttast að koma hingað verður þetta alger hörmung fyrir okkur, fyrir allar grísku eyjarnar,“ segir Sofitsis. Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Ítalía Alsír Tyrkland Tengdar fréttir Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. 25. júlí 2023 11:17 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Hér sjást eldar læsa sig í gróður nærri húsum í Capaci skammt frá Palermo á Sikiley í morgun.AP/Alberto Lo Bianco Ekkert lát er á skógareldum víðs vegar um suður Evrópu og norður Afríku. Undanfarna daga hafa eldar blossað upp bæði í Alsír og Túnis og dreifa sér hratt vegna hvassviðris. Í Alsír hafa að minnsta kosti þrjátíu og fjórir farist í skógareldunum. Þeirra á meðal sextán manns úr þremur fjölskyldum sem reyndu að flýja á bílum niður að strönd. Í þeirra hópi voru bæði fullorðnir og börn. Sextán manns í Alsír, fullorðnir og börn, úr þremur fjölskyldum fórust þegar fólkið reyndi að flýja eldana á bílum niður að strönd.AP Þá hafa tugir manna, aðallega eldra fólk, verið flutt frá bæ í nágrenni Lissabon höfuðborg Portúgals. Þar kviknuðu skógareldar óvænt í gær. Vindhviður ná allt að 60 kílómetrum á klukkustund og hafa auðveldað eldunum að fara hratt yfir. Eldar loga einnig í Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Króatíu. Þessi mynd frá slökkviliði í héraði Palermo á Sikiley er táknræn fyrir þá gífurlegu skógarelda sem geisa þessa dagana víða um suðurhluta Evrópu. This picture released by the Italian firefighters shows wildfires in the region of Palermo in Sicily, Italy, Tuesday July 25, 2023. (Italian Firefighters - Vigili del Fuoco via AP)AP/Ítalska slökkiliðið Enn er neyðarástand víða í Grikklandi þar sem eldar loga víða. Tveir flugmenn á vatnsflugvél fórust í gær þegar flugvélin hrapaði við slökkvistörf á Rhodes. Margir Grikkir á Ródos, Korfú og fleiri eyjum hafa misst aleiguna og lífsviðurværi sitt þar sem gisti- og veitingastaðir hafa orðið eldunum að bráð. Vasilis Sofitsis sem rekur fyrirtæki sem sér um rekstur og viðhald eigna segir grísku eyjarnar hafa orðið fyrir stórslysi. „Þetta er stórslys. Vegna þess að aðaltekjur eyjanna koma frá ferðaþjónustunni. Ef afpantanir fara síðan að hrannast upp vegna þess að fólk óttast að koma hingað verður þetta alger hörmung fyrir okkur, fyrir allar grísku eyjarnar,“ segir Sofitsis.
Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Ítalía Alsír Tyrkland Tengdar fréttir Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. 25. júlí 2023 11:17 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. 25. júlí 2023 11:17
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47