Ökumenn beri ábyrgðina Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 10:19 Hjólreiðakona hjólar eftir vegöxl við þjóðveginn. Það eru alls ekki svona góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk við þjóðveginn um land allt. Getty Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri. Ný umferðarlög voru samþykkt árið 2019 og í 23. grein þeirra stendur „Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.“ Aðstæður á þjóðveginum geta þó oft verið ansi erfiðar til þess. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, kom í Reykavík síðdegis í gær til að ræða um hvernig ökumenn úti á landi eiga að fara að þegar þeir eru fyrir aftan hjólreiðafólk en aðstæður leyfa ekki framúrakstur. Þetta getur búið til snúnar aðstæður þar sem ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni? „Vissulega, það hefur flækt aðeins stöðuna að við erum með fjölbreyttari samgöngur en áður og vegakerfið er kannski fyrst og fremst hugsað frá upphafi sem bílaumferðarleiðir,“ sagði Þórhildur. Hvernig eiga menn að haga sér í slíkum aðstæðum þegar ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni löglega? „Þá hægjum við á okkur. Það er í rauninni það eina sem við getum gert samkvæmt laganna hljóðan. Okkur ber að hægja á okkur þar til við getum tekið fram úr með öruggum hætti og hafa einn og hálfan metra að lágmarki á milli.“ „Þessi regla var sett í öryggisskyni fyrir hjólreiðafólk af því það eru vissulega óvarðir vegfarendur á meðan bíllinn getur valdið miklu meiri skaða,“ sagði Þórhildur. Hjólreiðafólk orðið miklu meira áberandi Þórhildur segir að það séu ekki alls staðar aðstæður þar sem eru góðar vegaxlir eða brotin lína þar sem er hægt að taka fram. Þá þurfi að sýna skynsemi, tillitsemi og yfirvegun. Hafið þið heyrt af því að það hafi orðið árekstrar í sumar? „Ég hef ekki heyrt af því en það þarf ekki að tákna neitt en sem betur fer hef ég að minnsta kosti ekki heyrt af alvarlegum óhöppum,“ segir Þórhildur. „Hjólreiðafólki hefur farið mjög fjölgandi úti á vegum og eðlilega vegna þess að hjólreiðafólk almennt er farið að vera meira áberandi í umferðinni. Við þurfum auðvitað að vita af því.“ „Alveg eins og þegar við erum úti á vegum að keyra og það er dráttarvél fyrir framan okkur sem fer hægt og það eru ekki aðstæður til þess að taka fram úr þá förum við hægar þangað til aðstæður leyfa,“ sagði Þórhildur. Getur reynt á þolinmæðina að sýna hægu fólki tillit Þórhildur segir að þar sem ekki sé hægt að búa til eins og hálfs metra bil verði ökumenn að hægja ferðina og vera fyrir aftan hjólreiðamanninn á hraða hans. Annað hvort taki ökumaður fram úr með löglegum hætti eða hjólreiðamaðurinn hleypi umferðinni fram úr sér. Maður getur alveg ímyndað sér að þetta geti skapað pirring fyrir fólk sem vill vera á löglegum hraða ef það er kannski komið niður á fimmtán kílómetra hraða á 90 kílómetra hraðakafla. „Nú hef ég ekki alveg fulla yfirsýn yfir það en ég held að þetta séu ekki endilega mjög langir kaflar þar sem er óbrotin lína þar sem er ekki hægt að taka fram úr og hjólreiðamaðurinn er ekki í neinni aðstöðu til að hleypa fram úr sér. “ „En vissulega getur það reynt á þolinmæðina að taka tillit til annarra sem eru á öðrum farartækjum og fara á öðrum hraða en maður sjálfur. Það er bara þannig í lífinu,“ sagði Þórhildur. Ökumenn gefi hjólreiðamönnum faðminn Reglur um framúrakstur á hjólreiðamönnum eru hluti af umferðarlögunum sem voru samþykkt árið 2019. Þórhildur segir Samgöngustofa brýna fyrir fólki að taka fram úr fallega. „Við setjum þetta fram með þeim hætti að við gefum hjólreiðamönnum faðm okkar. Það hefur borið á ákveðinni kergju hjá stöku ökumönnum og stöku hjólreiðamönnum gagnvart hinum hópnum,“ segir hún. „Þetta er um það bil einn faðmur, einn og hálfur metri, og um leið viljum við hvetja fólk til að gera þetta af umburðarlyndi.“ Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2020. Eru ökukennarar að miðla þessa til nýrra ökumanna? „Það tel ég fullvíst, þeim ber að upplýsa ökunema um helstu umferðarlög. Þetta er auðvitað eitt af því sem er nýtt í lögunum og skiptir okkur miklu máli.“ „Ekkert okkar vill verða til þess að það verði slys bara af því við erum pirruð. Það er aðeins að anda í kviðinn og yfirleitt leysist þetta mjög fljótlega,“ sagði Þórhildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Ný umferðarlög voru samþykkt árið 2019 og í 23. grein þeirra stendur „Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.“ Aðstæður á þjóðveginum geta þó oft verið ansi erfiðar til þess. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, kom í Reykavík síðdegis í gær til að ræða um hvernig ökumenn úti á landi eiga að fara að þegar þeir eru fyrir aftan hjólreiðafólk en aðstæður leyfa ekki framúrakstur. Þetta getur búið til snúnar aðstæður þar sem ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni? „Vissulega, það hefur flækt aðeins stöðuna að við erum með fjölbreyttari samgöngur en áður og vegakerfið er kannski fyrst og fremst hugsað frá upphafi sem bílaumferðarleiðir,“ sagði Þórhildur. Hvernig eiga menn að haga sér í slíkum aðstæðum þegar ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni löglega? „Þá hægjum við á okkur. Það er í rauninni það eina sem við getum gert samkvæmt laganna hljóðan. Okkur ber að hægja á okkur þar til við getum tekið fram úr með öruggum hætti og hafa einn og hálfan metra að lágmarki á milli.“ „Þessi regla var sett í öryggisskyni fyrir hjólreiðafólk af því það eru vissulega óvarðir vegfarendur á meðan bíllinn getur valdið miklu meiri skaða,“ sagði Þórhildur. Hjólreiðafólk orðið miklu meira áberandi Þórhildur segir að það séu ekki alls staðar aðstæður þar sem eru góðar vegaxlir eða brotin lína þar sem er hægt að taka fram. Þá þurfi að sýna skynsemi, tillitsemi og yfirvegun. Hafið þið heyrt af því að það hafi orðið árekstrar í sumar? „Ég hef ekki heyrt af því en það þarf ekki að tákna neitt en sem betur fer hef ég að minnsta kosti ekki heyrt af alvarlegum óhöppum,“ segir Þórhildur. „Hjólreiðafólki hefur farið mjög fjölgandi úti á vegum og eðlilega vegna þess að hjólreiðafólk almennt er farið að vera meira áberandi í umferðinni. Við þurfum auðvitað að vita af því.“ „Alveg eins og þegar við erum úti á vegum að keyra og það er dráttarvél fyrir framan okkur sem fer hægt og það eru ekki aðstæður til þess að taka fram úr þá förum við hægar þangað til aðstæður leyfa,“ sagði Þórhildur. Getur reynt á þolinmæðina að sýna hægu fólki tillit Þórhildur segir að þar sem ekki sé hægt að búa til eins og hálfs metra bil verði ökumenn að hægja ferðina og vera fyrir aftan hjólreiðamanninn á hraða hans. Annað hvort taki ökumaður fram úr með löglegum hætti eða hjólreiðamaðurinn hleypi umferðinni fram úr sér. Maður getur alveg ímyndað sér að þetta geti skapað pirring fyrir fólk sem vill vera á löglegum hraða ef það er kannski komið niður á fimmtán kílómetra hraða á 90 kílómetra hraðakafla. „Nú hef ég ekki alveg fulla yfirsýn yfir það en ég held að þetta séu ekki endilega mjög langir kaflar þar sem er óbrotin lína þar sem er ekki hægt að taka fram úr og hjólreiðamaðurinn er ekki í neinni aðstöðu til að hleypa fram úr sér. “ „En vissulega getur það reynt á þolinmæðina að taka tillit til annarra sem eru á öðrum farartækjum og fara á öðrum hraða en maður sjálfur. Það er bara þannig í lífinu,“ sagði Þórhildur. Ökumenn gefi hjólreiðamönnum faðminn Reglur um framúrakstur á hjólreiðamönnum eru hluti af umferðarlögunum sem voru samþykkt árið 2019. Þórhildur segir Samgöngustofa brýna fyrir fólki að taka fram úr fallega. „Við setjum þetta fram með þeim hætti að við gefum hjólreiðamönnum faðm okkar. Það hefur borið á ákveðinni kergju hjá stöku ökumönnum og stöku hjólreiðamönnum gagnvart hinum hópnum,“ segir hún. „Þetta er um það bil einn faðmur, einn og hálfur metri, og um leið viljum við hvetja fólk til að gera þetta af umburðarlyndi.“ Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2020. Eru ökukennarar að miðla þessa til nýrra ökumanna? „Það tel ég fullvíst, þeim ber að upplýsa ökunema um helstu umferðarlög. Þetta er auðvitað eitt af því sem er nýtt í lögunum og skiptir okkur miklu máli.“ „Ekkert okkar vill verða til þess að það verði slys bara af því við erum pirruð. Það er aðeins að anda í kviðinn og yfirleitt leysist þetta mjög fljótlega,“ sagði Þórhildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira