„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2023 09:00 Olga Ýr segist enn að átta sig á því sem gerðist. Haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og glerhörð. instagram/olgaýr Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“ Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“
Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04