„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2023 08:00 Martin er á batavegi en flýtir sér hægt í langþráðu landsliðsverkefni. Getty Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. „Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
„Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti