Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 11:17 Sjálfboðaliði að vísa veginn nærri þorpinu Vati á Rhodes eyju í Grikklandi. Þar fór hitinn á ný yfir 40 gráður í dag. AP/Petros Giannakouris Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag. Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag.
Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33
Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47