Birnir Snær eftirsóttur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 17:30 Birnir Snær í leik með Víking á þessari leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, verður samningslaus síðar í ár og er gríðarlega eftirsóttur. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var greint frá því ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks hafi sett sig í samband við Birni Snæ um að færa sig úr Fossvoginum og yfir í Kópavog. Þá segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, í viðtali við Fótbolti.net að annað hvert lið á Íslandi hafi sett sig í samband við félagið með þá von um að ganga frá samning við Birni Snæ. Reglur hér á landi kveða á um að félög megi semja við leikmann þegar hann á sex mánuði eftir af samningi en þau þurfi hins vegar að hafa samband við núverandi vinnuveitanda. „Það er ekkert launungarmál að hann er að renna út á samningi. Annað hvert lið er búið að lýsa áhuga á því að fá hann og mega tala við hann ef þau tilkynna okkur um það,“ sagði Kári við Fótbolti.net en tók sérstaklega fram að Víkingar væru að sjálfsögðu að gera hvað þeir geta til að halda leikmanninum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Vonandi náum við bara að klára það og halda honum. Ég skil það mjög vel að lið hafi áhuga á honum, hann er búinn að standa sig frábærlega í ár,“ bætti Kári við. Þá var Kári einnig spurður út í ummæli Tomislav Stipic, þjálfara FC Riga - liðsins sem sló Víking út úr forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar sagðist Stipic vonast til að Birnir Snær myndi ekki framlengja samning sinn við Víking. „Þetta var sérstakt, voru svolítið sérstök ummæli. Veit ekki alveg hvað maður á að segja við þessu, hann bara sagði þetta og ekkert við því að gera. Hann ræður því hvað hann segir,“ sagði Kári jafnframt við Fótbolti.net. Birnir Snær hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 16 leikjum í Bestu deildinni það sem af er leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var greint frá því ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks hafi sett sig í samband við Birni Snæ um að færa sig úr Fossvoginum og yfir í Kópavog. Þá segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, í viðtali við Fótbolti.net að annað hvert lið á Íslandi hafi sett sig í samband við félagið með þá von um að ganga frá samning við Birni Snæ. Reglur hér á landi kveða á um að félög megi semja við leikmann þegar hann á sex mánuði eftir af samningi en þau þurfi hins vegar að hafa samband við núverandi vinnuveitanda. „Það er ekkert launungarmál að hann er að renna út á samningi. Annað hvert lið er búið að lýsa áhuga á því að fá hann og mega tala við hann ef þau tilkynna okkur um það,“ sagði Kári við Fótbolti.net en tók sérstaklega fram að Víkingar væru að sjálfsögðu að gera hvað þeir geta til að halda leikmanninum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Vonandi náum við bara að klára það og halda honum. Ég skil það mjög vel að lið hafi áhuga á honum, hann er búinn að standa sig frábærlega í ár,“ bætti Kári við. Þá var Kári einnig spurður út í ummæli Tomislav Stipic, þjálfara FC Riga - liðsins sem sló Víking út úr forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar sagðist Stipic vonast til að Birnir Snær myndi ekki framlengja samning sinn við Víking. „Þetta var sérstakt, voru svolítið sérstök ummæli. Veit ekki alveg hvað maður á að segja við þessu, hann bara sagði þetta og ekkert við því að gera. Hann ræður því hvað hann segir,“ sagði Kári jafnframt við Fótbolti.net. Birnir Snær hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 16 leikjum í Bestu deildinni það sem af er leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira