Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. júlí 2023 12:00 Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar