Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2023 09:40 Ferðamenn hafa streymt að svæðinu undanfarna daga. vísir/arnar Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að á öðrum tímanum í nótt sé áætlað að um fimmtíu manns hafi verið á gossvæðinu. „Um svipað leyti þurfti að aðstoða þrjá erlenda ferðamenn sem treystu sér ekki til að ganga til baka niður Meradalaleið. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt þurfti að aðstoða erlenda fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæði. Það eru helst erlendir ferðamenn sem þurfa aðstoðar við.“ Mynd sem sýnir hættusvæðið.lögreglan á suðurnesjum Engin óhöpp hafi hins vegar orðið í gærkvöldi og nótt en til manna sást mjög nærri gígnum. „Ekkert sem viðbragðsaðilar gátu gert enda fara þeir ekki svo nærri gígnum,“ segir í tilkyninngunni. Lögreglumenn, björgunarsveitarmenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag. Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að aðstæður geta breyst skyndilega og varar lögregla fólk við því að dvelja nærri gosstöðvum vegna gasmengunar. Þá er mælt með notkum rykgrímna. „Göngumenn klæði sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Ekki er tryggt öryggi farsíma á svæðinu. Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.“ Nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi vefsíðum: https://safetravel.is/ https://www.almannavarnir.is/ https://www.vedur.is/ https://www.visitreykjanes.is/en https://loftgaedi.is/loftgaedi.is Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að á öðrum tímanum í nótt sé áætlað að um fimmtíu manns hafi verið á gossvæðinu. „Um svipað leyti þurfti að aðstoða þrjá erlenda ferðamenn sem treystu sér ekki til að ganga til baka niður Meradalaleið. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt þurfti að aðstoða erlenda fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæði. Það eru helst erlendir ferðamenn sem þurfa aðstoðar við.“ Mynd sem sýnir hættusvæðið.lögreglan á suðurnesjum Engin óhöpp hafi hins vegar orðið í gærkvöldi og nótt en til manna sást mjög nærri gígnum. „Ekkert sem viðbragðsaðilar gátu gert enda fara þeir ekki svo nærri gígnum,“ segir í tilkyninngunni. Lögreglumenn, björgunarsveitarmenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag. Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að aðstæður geta breyst skyndilega og varar lögregla fólk við því að dvelja nærri gosstöðvum vegna gasmengunar. Þá er mælt með notkum rykgrímna. „Göngumenn klæði sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Ekki er tryggt öryggi farsíma á svæðinu. Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.“ Nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi vefsíðum: https://safetravel.is/ https://www.almannavarnir.is/ https://www.vedur.is/ https://www.visitreykjanes.is/en https://loftgaedi.is/loftgaedi.is
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira