Umferð var opnuð um Vigdísarvallaveg í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri.
Við hittum þá á ungan mann sem fór, ásamt 49 öðrum, á kvikmyndirnar Oppenheimer og Barbie í bíó í gær. Myndirnar gætu ekki verið ólíkari en nýtt æði er að horfa á þær í einum rykk.
Og við kíkjum í Skötuveislu í Garðinum, sem haldin var til styrktar góðgerðarmálum í átjánda sinn í gærkvöldi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30.