Að minnsta kosti mánuður í bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 19:41 TF-KLO flaug frá Egilsstaðaflugvelli sunnudaginn 9. júlí. Vísir/Vilhelm Bráðabirgðaskýrslu um flugslysið við Sauðahnjúka fyrir austan fyrir rúmri viku er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. Áætluðum flugtíma flugvélarinnar í hinni örlagaríku ferð var við það að ljúka þegar slysið átti sér stað. Samkvæmt flugáætlun flugmanns TF-KLO sunnudaginn 9. júlí átti að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Flugvélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði því samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. TF KLO fór á loft í útsýnisflug frá Egilsstöðum klukkan 13:29 sunnudaginn 9. júlí. Áætlað var að koma til baka klukkan 17:29. Landhelgisgæslan nam merki frá neyðarsendi flugvélarinnar klukkan 17:01.Grafík/Sara Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Rannsóknir flugslysa eru í föstum skorðum og fara eftir alþjóðlegum reglum. Liðið getur allt að eitt til tvö ár þar til lokaniðurstaða liggur fyrir.Grafík/Sara Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Stjórnandi rannsóknarinnar skrifar síðan drög að lokaskýrslu sem lögð er fyrir rannsóknarnefndina. Hún fer nánar yfir málin og sendir drögin til umsagnar hjá aðilum máls. Ef athugasemdir berast tekur rannsóknarnefndin afstöðu til þeirra. Að því loknu er gefin út lokaskýrsla. Reynslan sýnir að eitt til tvö ár geta liðið frá slysi þar til lokaskýrsla liggur fyrir. Meginmarkmið rannsókna flugslysa er ekki að finna sökudólga. Rannsókn miðar að því að finna út hvað olli slysinu og gera tillögur til úrbóta til að koma í veg fyrir að sams konar slys eigi sér stað. Fréttir af flugi Flugslys við Sauðahnjúka Múlaþing Samgönguslys Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Samkvæmt flugáætlun flugmanns TF-KLO sunnudaginn 9. júlí átti að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Flugvélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði því samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. TF KLO fór á loft í útsýnisflug frá Egilsstöðum klukkan 13:29 sunnudaginn 9. júlí. Áætlað var að koma til baka klukkan 17:29. Landhelgisgæslan nam merki frá neyðarsendi flugvélarinnar klukkan 17:01.Grafík/Sara Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Rannsóknir flugslysa eru í föstum skorðum og fara eftir alþjóðlegum reglum. Liðið getur allt að eitt til tvö ár þar til lokaniðurstaða liggur fyrir.Grafík/Sara Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Stjórnandi rannsóknarinnar skrifar síðan drög að lokaskýrslu sem lögð er fyrir rannsóknarnefndina. Hún fer nánar yfir málin og sendir drögin til umsagnar hjá aðilum máls. Ef athugasemdir berast tekur rannsóknarnefndin afstöðu til þeirra. Að því loknu er gefin út lokaskýrsla. Reynslan sýnir að eitt til tvö ár geta liðið frá slysi þar til lokaskýrsla liggur fyrir. Meginmarkmið rannsókna flugslysa er ekki að finna sökudólga. Rannsókn miðar að því að finna út hvað olli slysinu og gera tillögur til úrbóta til að koma í veg fyrir að sams konar slys eigi sér stað.
Fréttir af flugi Flugslys við Sauðahnjúka Múlaþing Samgönguslys Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55