Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 08:53 Baltika Breweries framleiðir og selur bjór í Rússlandi undir merkjunum Carlsberg, Tuborg, Kronenbourg og Holsten. AP/SOPA/LightRocket/Alexander Sayganov Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. Bæði hið danska Carlsberg og hið franska Danone voru í viðræðum við aðila um kaup á einingum félaganna í Rússlandi, Baltika Breweries og Danone Russia. Talsmenn Danone segja athugun í gangi hvað varðar yfirlýsingu yfirvalda í Rússlandi og að allra leiða verði leitað til að tryggja eignarrétt fyrirtækisins á Danone Russia. Talsmenn Carlsberg segja engar upplýsingar hafa borist um yfirtökuna en ef rétt reynist sé yfirvofandi sala á Baltika Breweries í uppnámi. Pútín undirritaði tilskipun í apríl síðastliðnum sem gaf yfirvöldum heimild til að gera eignir erlendra aðila upptækar. Um er að ræða svar við refsiaðgerðum bandamanna Úkraínu, sem Rússar segja „óvinveittar og ólöglegar“. Í sama mánuði var tilkynnt að dótturfélög tveggja orkufélaga, hins þýska Uniper og hins finnska Fortum, hefðu verið teknar eignarnámi. Danone Russia er stærsta mjólkurvöruframleiðslufyrirtæki Rússlands en hjá því starfa um 8.000 starfsmenn. Enn fleiri starfa hjá Baltika Breweries, 8.400 manns, á átta starfsstöðvum. Sagt er að um „tímabundna“ ráðstöfun sé að ræða en ekkert hefur verið gefið upp um hvert eignirnar eiga að rata að loknu hinu tímabundna tímabili. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bæði hið danska Carlsberg og hið franska Danone voru í viðræðum við aðila um kaup á einingum félaganna í Rússlandi, Baltika Breweries og Danone Russia. Talsmenn Danone segja athugun í gangi hvað varðar yfirlýsingu yfirvalda í Rússlandi og að allra leiða verði leitað til að tryggja eignarrétt fyrirtækisins á Danone Russia. Talsmenn Carlsberg segja engar upplýsingar hafa borist um yfirtökuna en ef rétt reynist sé yfirvofandi sala á Baltika Breweries í uppnámi. Pútín undirritaði tilskipun í apríl síðastliðnum sem gaf yfirvöldum heimild til að gera eignir erlendra aðila upptækar. Um er að ræða svar við refsiaðgerðum bandamanna Úkraínu, sem Rússar segja „óvinveittar og ólöglegar“. Í sama mánuði var tilkynnt að dótturfélög tveggja orkufélaga, hins þýska Uniper og hins finnska Fortum, hefðu verið teknar eignarnámi. Danone Russia er stærsta mjólkurvöruframleiðslufyrirtæki Rússlands en hjá því starfa um 8.000 starfsmenn. Enn fleiri starfa hjá Baltika Breweries, 8.400 manns, á átta starfsstöðvum. Sagt er að um „tímabundna“ ráðstöfun sé að ræða en ekkert hefur verið gefið upp um hvert eignirnar eiga að rata að loknu hinu tímabundna tímabili.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira