Þórey á eitt stærsta leikfangasafn landsins: „Sumir kalla þetta áráttu en ég kalla þetta ástríðu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. júlí 2023 09:26 Síðustu tvo áratugi hefur Þórey unnið markvisst í því að bæta í safnið. Samsett Í tæpa tvo áratugi hefur Þórey Svana Þórisdóttir sankað að sér leikföngum og barnabókum úr ýmsum áttum og munirnir skipta þúsundum. Og nú er kominn tími til að leyfa fleirum að njóta afrakstursins. Söfnunaræðið byrjaði í æsku Þórey titlar sig sem atvinnusafnara á já.is. „Ég hef alltaf verið safnari. Alveg frá því ég man eftir mér. Þegar ég var yngri safnaði ég frímerkjum, límmiðum, servíettum og þess háttar, eins og margir krakkar gera. Ég á þessi söfn ennþá. Ég hef alltaf verið þannig að ég vil ekki henda neinu. Ég hef það svolítið frá honum pabba mínum.“ Hér má sjá brot af þeim dýrgripum sem Þórey hefur sankað að sér í gegnum tíðina.Aðsend En síðustu tvo áratugi hafa leikföngin og barnabækurnar átt hug hennar allan. Leikfangasöfnunin byrjaði strax í æsku. „Ég hef eiginlega alltaf verið leikfangasjúk,“ segir Þórey, sem ólst upp á „eitís og næntís“ tímabilinu. Það þarf því vart að taka fram að í safninu leynast gersemar sem ófáir af þeirri kynslóð muna vel eftir, til dæmis pónýhestarnir og lukkutröllin. Í safninu má meðal annars finna dúkkur og bangsa frá ýmsum tímabilum.Aðsend „Svo tók ég smá pásu þegar ég varð unglingur og pakkaði þessu að mestu niður. Síðan þegar ég var í kringum tvítugt þá byrjaði ég að grafa þetta upp úr geymslunni. Þá var ekki aftur snúið!“ Síðustu tvo áratugi hefur Þórey síðan unnið markvisst í því að bæta í safnið. Hún hefur verið dugleg að fara á nytjamarkaði og skransölur, og hefur einnig notast við erlendar sölu-og uppboðssíður á borð við ebay. Hluti af Barbie safninu.Aðsend „Svo hefur þetta spurt út og fólk hefur verið að gauka að mér hinu og þessu svona í gegnum tíðina.“ Elsti munurinn meira en 100 ára gamall Einn af elstu gripunum í safninu er barnabók frá árinu 1900 en Þórey er reyndar ekki viss um aldur allra þeirra muna sem safnið geymir. Hún leggur áherslu á að safna bókum á íslensku. Bókasafnið telur í dag nokkur þúsund eintök. Það sama gildir um leikföngin. Leikföngin í safninu eru eins mismunandi og þau eru mörg.Aðsend „Hvað barnabækur varðar, þá hef ég alltaf lesið mikið og alltaf fundist gott að umkringja mig bókum. Barnabækur eru mikilvægur menningararfur og það er langt síðan ég tók meðvitaða ákvörðun um að reyna að eignast eintak af hverri einustu barnabók sem komið hefur út á Íslandi, þó innan ákveðinna marka.“ Það má ekki gleyma action köllunum.Aðsend Safnið er nú orðið það stórt að Þórey er búin að troðfylla tvær geymslur. Hún hefur lengi átt þann draum að geta deilt safninu sínu með öðrum, og nú sér hún loks fram á að það geti orðið að veruleika. „Upphaflega safnaði ég fyrir sjálfa mig, en eftir því sem safnið stækkaði, og einnig í kjölfar þess að hafa skoðað glæsileg söfn erlendis, tók ég þá ákvörðun að safninu yrði ég að deila með öðrum, semsagt leyfa öðrum að njóta þess með mér!“ Þórey tekur fram að hún sé alls ekki með einhver háleit markmið um að eiga stærsta og fjölbreyttasta leikfangasafn landsins, heldur vilji hún fyrst fremst geta leyft öðrum að njóta dýrgripanna. Þórey hefur sett sér það markmið að eignast eintak af hverri einustu barnabók sem komið hefur út á Íslandi, þó innan ákveðinna marka.Aðsend Aðsend „Af því að ég elska leikföng og ég elska barnabækur og þetta hefur alltaf fylgt mér.“ Aðsend Hvíldarheimili fyrir gömul leikföng Þórey og eiginmaður hennar eru búsett í Tjarnarbyggð, fyrir utan Selfoss og eru með byggingarleyfi á landinu sínu. Þau hafa hug á að reisa þar hús á næstu misserum, sem síðan yrði notað undir Leikfanga-og barnabókasafn Þóreyjar. Fleiri gersemar.Aðsend Nú er næsta skrefið að teikna upp og leggja drög að byggingunni, en slíkt gerist vitanlega ekki á einni nóttu. „Ég vil hafa safnið heima hjá mér, en í sérhúsi. Ég vil geta veitt því þá athygli sem það þarf .Hvort sem þetta tekur eitt eða tvö ár er ekki að fara að breyta miklu fyrir mig, en geymsluplássið er svo sem ekki endalaust! Þetta mun verða að veruleika á næstu árum, ég veit það." Bangasafnið er risastórt.Aðsend Hún lítur á það svo að safnið verði nokkurs konar elliheimili, eða hvíldarheimili fyrir gömul leikföng. „Sumir skilja ekki af hverju maður er að sífellt að sanka að sér einhverju gömlu dóti. En ég segi þá, ef það væru ekki söfn, hvar væri þá þessi menningararfur? Ég held að allir hafi gaman af því að skoða söfn að einhverju leyti. Og leikföng vekja upp notalegar nostalgíu tilfinningar hjá flestum.“ Bangsarnir.Aðsend Bækurnar skipta þúsundum og eru flestar afar vel farnar.Aðsend Þórey er sífellt á höttunum eftir nýjum munum í safnið. „Áherslan er á leikföng frá sirka 1900 til 2000, eða um 100 ára tímabil. Þó mega eldri og yngri hlutir fljóta með. Ég hef mikinn áhuga á að bæta fleiri íslenskum leikföngum við safnið, eins og til dæmis íslensku S.Í.B.S. Legokubbunum, og leikföngum frá Leikfangagerð Akureyrar. Það þarf mikið til að ég dæmi leikföng ónýt. Þar sem flestir sjá ónýtt drasl, þar sé ég möguleika.“ Hér má finna facebook síðu Leikfanga-og barnabókasafns Þóreyjar. Söfn Börn og uppeldi Árborg Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Söfnunaræðið byrjaði í æsku Þórey titlar sig sem atvinnusafnara á já.is. „Ég hef alltaf verið safnari. Alveg frá því ég man eftir mér. Þegar ég var yngri safnaði ég frímerkjum, límmiðum, servíettum og þess háttar, eins og margir krakkar gera. Ég á þessi söfn ennþá. Ég hef alltaf verið þannig að ég vil ekki henda neinu. Ég hef það svolítið frá honum pabba mínum.“ Hér má sjá brot af þeim dýrgripum sem Þórey hefur sankað að sér í gegnum tíðina.Aðsend En síðustu tvo áratugi hafa leikföngin og barnabækurnar átt hug hennar allan. Leikfangasöfnunin byrjaði strax í æsku. „Ég hef eiginlega alltaf verið leikfangasjúk,“ segir Þórey, sem ólst upp á „eitís og næntís“ tímabilinu. Það þarf því vart að taka fram að í safninu leynast gersemar sem ófáir af þeirri kynslóð muna vel eftir, til dæmis pónýhestarnir og lukkutröllin. Í safninu má meðal annars finna dúkkur og bangsa frá ýmsum tímabilum.Aðsend „Svo tók ég smá pásu þegar ég varð unglingur og pakkaði þessu að mestu niður. Síðan þegar ég var í kringum tvítugt þá byrjaði ég að grafa þetta upp úr geymslunni. Þá var ekki aftur snúið!“ Síðustu tvo áratugi hefur Þórey síðan unnið markvisst í því að bæta í safnið. Hún hefur verið dugleg að fara á nytjamarkaði og skransölur, og hefur einnig notast við erlendar sölu-og uppboðssíður á borð við ebay. Hluti af Barbie safninu.Aðsend „Svo hefur þetta spurt út og fólk hefur verið að gauka að mér hinu og þessu svona í gegnum tíðina.“ Elsti munurinn meira en 100 ára gamall Einn af elstu gripunum í safninu er barnabók frá árinu 1900 en Þórey er reyndar ekki viss um aldur allra þeirra muna sem safnið geymir. Hún leggur áherslu á að safna bókum á íslensku. Bókasafnið telur í dag nokkur þúsund eintök. Það sama gildir um leikföngin. Leikföngin í safninu eru eins mismunandi og þau eru mörg.Aðsend „Hvað barnabækur varðar, þá hef ég alltaf lesið mikið og alltaf fundist gott að umkringja mig bókum. Barnabækur eru mikilvægur menningararfur og það er langt síðan ég tók meðvitaða ákvörðun um að reyna að eignast eintak af hverri einustu barnabók sem komið hefur út á Íslandi, þó innan ákveðinna marka.“ Það má ekki gleyma action köllunum.Aðsend Safnið er nú orðið það stórt að Þórey er búin að troðfylla tvær geymslur. Hún hefur lengi átt þann draum að geta deilt safninu sínu með öðrum, og nú sér hún loks fram á að það geti orðið að veruleika. „Upphaflega safnaði ég fyrir sjálfa mig, en eftir því sem safnið stækkaði, og einnig í kjölfar þess að hafa skoðað glæsileg söfn erlendis, tók ég þá ákvörðun að safninu yrði ég að deila með öðrum, semsagt leyfa öðrum að njóta þess með mér!“ Þórey tekur fram að hún sé alls ekki með einhver háleit markmið um að eiga stærsta og fjölbreyttasta leikfangasafn landsins, heldur vilji hún fyrst fremst geta leyft öðrum að njóta dýrgripanna. Þórey hefur sett sér það markmið að eignast eintak af hverri einustu barnabók sem komið hefur út á Íslandi, þó innan ákveðinna marka.Aðsend Aðsend „Af því að ég elska leikföng og ég elska barnabækur og þetta hefur alltaf fylgt mér.“ Aðsend Hvíldarheimili fyrir gömul leikföng Þórey og eiginmaður hennar eru búsett í Tjarnarbyggð, fyrir utan Selfoss og eru með byggingarleyfi á landinu sínu. Þau hafa hug á að reisa þar hús á næstu misserum, sem síðan yrði notað undir Leikfanga-og barnabókasafn Þóreyjar. Fleiri gersemar.Aðsend Nú er næsta skrefið að teikna upp og leggja drög að byggingunni, en slíkt gerist vitanlega ekki á einni nóttu. „Ég vil hafa safnið heima hjá mér, en í sérhúsi. Ég vil geta veitt því þá athygli sem það þarf .Hvort sem þetta tekur eitt eða tvö ár er ekki að fara að breyta miklu fyrir mig, en geymsluplássið er svo sem ekki endalaust! Þetta mun verða að veruleika á næstu árum, ég veit það." Bangasafnið er risastórt.Aðsend Hún lítur á það svo að safnið verði nokkurs konar elliheimili, eða hvíldarheimili fyrir gömul leikföng. „Sumir skilja ekki af hverju maður er að sífellt að sanka að sér einhverju gömlu dóti. En ég segi þá, ef það væru ekki söfn, hvar væri þá þessi menningararfur? Ég held að allir hafi gaman af því að skoða söfn að einhverju leyti. Og leikföng vekja upp notalegar nostalgíu tilfinningar hjá flestum.“ Bangsarnir.Aðsend Bækurnar skipta þúsundum og eru flestar afar vel farnar.Aðsend Þórey er sífellt á höttunum eftir nýjum munum í safnið. „Áherslan er á leikföng frá sirka 1900 til 2000, eða um 100 ára tímabil. Þó mega eldri og yngri hlutir fljóta með. Ég hef mikinn áhuga á að bæta fleiri íslenskum leikföngum við safnið, eins og til dæmis íslensku S.Í.B.S. Legokubbunum, og leikföngum frá Leikfangagerð Akureyrar. Það þarf mikið til að ég dæmi leikföng ónýt. Þar sem flestir sjá ónýtt drasl, þar sé ég möguleika.“ Hér má finna facebook síðu Leikfanga-og barnabókasafns Þóreyjar.
Söfn Börn og uppeldi Árborg Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira