Hitametin orðin of mörg til að telja upp Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 14. júlí 2023 22:37 Mæðgin í Nikósíu á Kýpur kæla sig niður við brunn í borginni. Búist er við því að hitinn nái um 42-43 stigum á inn við landið um helgina. ap Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira